fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfull og djúp hola opnaðist allt í einu í eyðimörkinni

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 22:00

Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastór hola opnaðist á dögunum í Atacama eyðimörkinni í Síle en holan er 25 metrar að þvermáli, stærri en tennisvöllur að flatarmáli og um það bil 200 metra djúp. Holan er stödd um 665 kílómetra norður af Santiago, höfuðborg Síle, og um kílómetri er frá holunni og í næstu byggð. Það heimili sem stendur þó holunni næst er einungis 600 metrum frá henni.

Þegar starfsmenn kanadíska námugraftarfyrirtækisins Lundin Mining, sem vinnur í námu í nágrenni við holuna, tóku eftir holunni var ákveðið að hætta starfsemi námunnar tímabundið. Tekið er þó fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu að holan hafi ekki valdið neinu tjóni á starfsmönnum eða búnaði fyrirtækisins, ákvörðunin um að hætta tímabundið starfsemi er bara til að fyrirbyggja það að eitthvað slæmt gerist.

Holan hefur valdið nokkru hugarangri hjá fólki í Síle sem klórar sér þessa stundina í kollinum yfir henni. Reyndar gera sérfræðingar á svæðinu það líka því ekki er vitað nákvæmlega hver ástæðan fyrir þessari djúpu holu sé. Sérfræðingar frá Sernageomin, ríkisstofnun sem fer með námu- og jarðfræðimál í Síle, eru þessa stundina að rannsaka holuna og reyna að komast að því hvað orsakaði það að hún varð til.

„Við viljum komast að því hvað olli þessu, hvort þetta hafi gerst af völdum námugraftar á svæðinu eða ef það er eitthvað annað sem olli þessu,“ segir David Montenegro, yfirmaður stofnunarinnar. Þá segir Montenegro að ekki sé vitað hvað liggur í botni holunnar en að svo virðist vera sem þar sé mikið af vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?