fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Pressan

Dularfull og djúp hola opnaðist allt í einu í eyðimörkinni

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 22:00

Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastór hola opnaðist á dögunum í Atacama eyðimörkinni í Síle en holan er 25 metrar að þvermáli, stærri en tennisvöllur að flatarmáli og um það bil 200 metra djúp. Holan er stödd um 665 kílómetra norður af Santiago, höfuðborg Síle, og um kílómetri er frá holunni og í næstu byggð. Það heimili sem stendur þó holunni næst er einungis 600 metrum frá henni.

Þegar starfsmenn kanadíska námugraftarfyrirtækisins Lundin Mining, sem vinnur í námu í nágrenni við holuna, tóku eftir holunni var ákveðið að hætta starfsemi námunnar tímabundið. Tekið er þó fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu að holan hafi ekki valdið neinu tjóni á starfsmönnum eða búnaði fyrirtækisins, ákvörðunin um að hætta tímabundið starfsemi er bara til að fyrirbyggja það að eitthvað slæmt gerist.

Holan hefur valdið nokkru hugarangri hjá fólki í Síle sem klórar sér þessa stundina í kollinum yfir henni. Reyndar gera sérfræðingar á svæðinu það líka því ekki er vitað nákvæmlega hver ástæðan fyrir þessari djúpu holu sé. Sérfræðingar frá Sernageomin, ríkisstofnun sem fer með námu- og jarðfræðimál í Síle, eru þessa stundina að rannsaka holuna og reyna að komast að því hvað orsakaði það að hún varð til.

„Við viljum komast að því hvað olli þessu, hvort þetta hafi gerst af völdum námugraftar á svæðinu eða ef það er eitthvað annað sem olli þessu,“ segir David Montenegro, yfirmaður stofnunarinnar. Þá segir Montenegro að ekki sé vitað hvað liggur í botni holunnar en að svo virðist vera sem þar sé mikið af vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 38 flóttamenn sem voru fastir á hólma í ánni Evros dögum saman

Fundu 38 flóttamenn sem voru fastir á hólma í ánni Evros dögum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins

Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir hann geta sjálfum sér kennt um stunguárásina

Segir hann geta sjálfum sér kennt um stunguárásina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Söguleg lög taka gildi í Skotland í dag – Dömubindi og túrtappar verða nú ókeypis

Söguleg lög taka gildi í Skotland í dag – Dömubindi og túrtappar verða nú ókeypis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm ára barn rekið úr skóla því foreldrarnir eru samkynhneigðir

Fimm ára barn rekið úr skóla því foreldrarnir eru samkynhneigðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnir í „öfga“ hækkun hitastigs á norðurheimskautasvæðinu

Stefnir í „öfga“ hækkun hitastigs á norðurheimskautasvæðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eldgosið á Tonga spúði miklum sjó upp í lofthjúpinn – Dugði í 58.000 sundlaugar

Eldgosið á Tonga spúði miklum sjó upp í lofthjúpinn – Dugði í 58.000 sundlaugar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða