fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Pressan

Trump lýsir yfir stuðningi við Eric – Fleiri en einn í framboði og enginn skilur neitt

pressan
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 17:30

Donald Trump -Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur valdið ruglingi og usla innan Repúblikanaflokksins og það líklega ekki í fyrsta né síðasta sinn.

Nýjasta dæmið er varðandi forkosningar flokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Missouri-fylki. Forkosningarnar fara fram í dag og eru taugarnar eðlilega þandar hjá frambjóðendum.

Í gær kom hins vegar yfirlýsing frá Trump þar sem hann tilkynnti opinberlega um að hann myndi styðja Eric í baráttunni. Slík stuðningsyfirlýsing frá fyrrum Bandaríkjaforseti skiptir Eric eðlilega miklu máli en gallinn er hins vegar sá að þrír frambjóðendur heita þessu ágæta nafni. Fyrrum ríkisstjórinn Eric Greitens, ríkissaksóknarinn Eric Schmitt og svo hinn óþekkti Eric McElroy.

„Það eru stórar kosningar framundan í Missouri. Ég treysti hinum frábæru íbúum Missouri vel til þess að gera upp hug sinn….Ég er því stoltur að lýsa því yfir að ERIC hefur algjöran og fullkominn stuðning minn,“ segir meðal annars í skriflegri yfirlýsingu Trump.

Yfirlýsing Donald Trump

Þá segir hann ennfremur að Missouri-fylki þurfi að tefla fram MAGA (Make America Great Again)-stríðsmanni sem muni berjast fyrir öflugri landamæragæslu, öruggum kosningum, bandaríska hernum og fyrrum hermönnum.

Yfirlýsingin er afar almenn og því með öllu útilokað að átta sig á því við hvaða Eric er átt. Þegar fjölmiðlar höfðu samband við teymi Trump vegna yfirlýsingarinnar var svarið að yfirlýsingin talaði einfaldlega sínu máli.

Stutt er í kosningarnar og stuðningur Trump eðlilega mikilvægur innan flokksins og því stukku að minnsta kosti tveir Eric-ar til og fögnuðu stuðningnum. Athygli vekur að þeir, Greitens og Schmitt, hafa báðir sagst hafa hringt í Trump og þakkað fyrir stuðninginn.

Kjósendur og fjölmiðlar í Bandaríkjunum klóra sér í hausnum yfir yfirlýsingu Trump en þar sem líklegt er að einhver Eric beri sigur úr býtum þá er ljóst að forsetinn fyrrverandi mun geta sagt að hann hafi veðjað á réttan hest.

Frambjóðendur fagna stuðningnum á Twitter:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira