fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Þótti of ósæmilega klædd fyrir aftöku – Var sagt að pilsið væri of stutt

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 16:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sögu sem sögð er mjög lýsandi fyrir stöðu mála í hlutum Bandaríkjanna var blaðakonu tilkynnt að pilsið hennar væri of stutt og færi gegn reglum þar sem hún sótti aftöku í síðustu viku. Önnur blaðakona sagðist hafa þurft að sæta líkamsleit til að tryggja að hún væri örugglega sæmilega klædd til að verða vitni að aftöku. Þessu greinir Guardian frá.

„Ég skrifaði fyrst um aftöku árið 2002, og hef fjallað um margar síðan þá. Þetta var í fyrsta sinn þar sem ég var látin bíða í fjölmiðlaherberginu á meðan gáð er að lengd og sniði fatanna minna,“ sagði blaðakonan Kim Chandler hjá AP í tísti. Hún sagðist hafa spurt fjölmiðlafulltrúa fangelsisins út í þessar reglur og var henni þá sagt að það væru klæðaburðareglur á aftökum. Hins vegar var henni gefið skjal varðandi fangelsisheimsóknir þannig að henni var loks hleypt inn.

Hin blaðakonan Ivana Hrynkiw hjá AL.com tísti um að hún hafi verið klædd pilsi sem hún hefur klæðst áður á aftökum, í vinnuna og á aðra fagviðburði án vandamáls. Henni var loks hleypt inn eftir að hún fékk vaðbuxur og strigaskó lánað vegna þess að hælaskórnir hennar þóttu ekki sæmilegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira