fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna: „Mannkynið er einum misskilningi frá gjöreyðingu“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna Antonio Guterres varaði heiminn við því að „mannkynið er bara einum misskilningi, einum misreikningi frá gjöreyðingu af völdum kjarnorkuvopna,“ á mánudaginn. Á þessum nótum hófst fundur embættismanna varðandi endurskoðun Samnings um að dreifa ekki kjarnavopnum sem er alþjóðlegur samningur um að aftra dreifingu kjarnorkuvopna og vopnatækni og að stuðla að notkun kjarnorku á friðsælan hátt. Samningurinn var undirritaður árið 1970. Þessu greindi AP frá.

Hann tók sérstaklega fram stríðið í Ukraínu og ógnina sem stafar af kjarnorkuvopnum í deilum í Miðausturlöndum. Guterres sagði ráðherrum, embættismönnum og diplómötum að fundurinn ætti sér stað á „mikilvægum tímamótum hvað varðar frið og öryggi heimsins,“ og að heiminum hafi ekki stafað slík hætta af kjarnorkuvopnum síðan á hápunkti kalda stríðsins.

„Fundurinn er tækifæri til að koma okkur saman um ráðstafanir sem munu hjálpa okkur að forðast hamfarir, auk þess að beina mannkyninu á braut til heims án kjarnorkuvopna,“ sagði Guterres. Hann skoraði á fundarmenn að ganga til verka og eyða kjarnorkubúrum heimsins, að glíma við suðupottsástandið í Miðausturlöndum og Asíu og að efla friðsamlega notkun kjarnorku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira