fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Dularfulla ferðatöskumálið – Fjölskyldan sem keypti töskurnar biður um frið

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 19. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda í Nýja-Sjálandi sem uppgötvaði líkamsleifar tveggja barna í ferðatöskum sem þau höfðu keypt á uppboði, hefur óskað eftir því að vera látin í friði og forðað sér frá heimili sínu. Þetta kemur fram í frétt news.com.au 

Sjá einnig: Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust

Nágrannar fjölskyldunnar furða sig þó á því að fjölskyldan hafi ekki tekið eftir því fyrr en heim var komið að eitthvað væri athugavert við töskurnar þar sem gífurlega sterka lykt lagði frá þeim.

„Ég fann hana alla leið hingað, ég hélt þetta væri dauður köttur eða eitthvað,“ sagði einn nágranninn í samtali við fjölmiðla. „Þau komu með þetta á kerru, hvernig fundu þau ekki lyktina? Ég vissi það því ég er svínaveiðimaður að þegar líkamsleifar fara að rotna þá kemur þessi sama lykt. Þess vegna hélt ég að þetta væri dautt dýr.“

Lögregla hefur skýrt gefið út að fjölskyldan sé ekki grunuð um að hafa átt hlut í láti barnanna en talið er að þau hafi verið látin í töskunum í þó nokkurn tíma, líklega í mörg ár.

Töskurnar enduðu svo á uppboði þar sem munir úr geymslum sem ekki hefði verið greidd leiga fyrir voru seldar. Það er vinsæl iðja hjá mörgum að mæta á slík uppboð og freista þar gæfunnar, en innihald geymslna og þeirra hirslna sem þar er að finna verða ekki ljós fyrr en að uppboði loknu þegar hæst bjóðandi fær vörurnar afhentar.

Fjölskyldan sem keypti töskurnar hefur ekki verið nafngreind og hefur óskað eftir að friðhelgi þeirra verði virt. Fjölmiðlar freistuðu þess þó að ná tali af þeim og leituðu að heimili þeirra en fundu þar fyrir ættingja sem sagðist vera að gæta hússins þar sem fjölskyldan hefði yfirgefið bæjarfélagið.

Aðspurður um líðan fjölskyldunnar svaraði þessi ættingi: „Það er í lagi með okkur. Svo lengi sem allir láta okkur í friði verður í lagi með okkur.“

Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á börnin og hefur lögregla gefið það út að fyrirséð sé að rannsóknin verði erfið. Engu að síður sagði rannsóknarlögreglumaðurinn  Tofilau Faamanuia Vaaelua í samtali við fjölmiðla að miklar vonir séu bundnar við erfðaefnisrannsóknir og er talið víst að börnin hafi átt fjölskyldu á Nýja Sjálandi.

Vaaelua sagði að mögulegt væri að fjölskylda barnanna sé ekki meðvituð um að börnin séu látin. Ekkert hefur verið gefið upp sem stendur um banamein barnanna en talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti.

Fyrrum rannsóknarlögreglumaðurinn Lance Burdett sagði í samtali við fjölmiðla að hann finni til með fjölskyldunni sem keypti töskurnar. Þetta sé líklega atvik sem þau muni aldrei jafna sig á.

„Þegar þú lendir í aðstæðum sem þessum þá gleymir þú því aldrei. Þú getur ekki afséð þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“