fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dianne fór full sorgar í jarðarför móður sinnar – Það reyndist ókunnug kona í kistunni

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 19. ágúst 2022 20:30

Frá jarðarför ,,Margaret Lock"

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dianne De Jager fékk töluvert áfall í þann 1. ágúst síðastliðin við að uppgötva að konan sem lá í kistunni við jarðarför móðir hennar var alls ekki móðir hennar heldur bláókunnug kona.

Hún hafði aldrei á ævi sinni séð þessa konur áður. Né hafði neinn viðstaddra ættingja nokkra hugmynd um hver kona var.

Dianne var miður sín. Mynd/Skjáskot Channe nine

Neitaði að viðurkenna mistök

Um 100 manns voru viðstaddir, að þeir héldu, jarðaför Margaret Locke 73 ára fjögurra barna móður, ömmu og langömmu. Atburðurinn átti sér stað í borginni Adelaide í Ástralíu.

Dianne fór strax til útfararstjórans og sagði að hræðileg mistök hefðu átt sér stað. Hann sagði útilokað um mistök hefði verið að ræða, konan hefði verið rækilega merkt sem Margret Locke.

Dianne sagði að sér væri nokk sama hvernig hún hefði verið merkt. Konan í kistunni væri ekki móðir hennar.

En í stað þess að stöðva athöfnina krafðist útfararstjórinn þess að haldið yrði áfram með athöfnina og ítrekaði að Dianne, og aðrir ættingar, hefði rangt fyrir sér, annað væri útilokað.

Lagði símann við hlið líksins

Dianne, þegar miður sín vegna fráfalls móður sinnar, segist hafa orðið flökurt og ekki trúað eigin eyrum. ,,Mig langaði bara að hlaupa út,” sagði hún í viðtali við ástralska fjölmiðla.

Þegar að ljóst var að henni var ekki trúað brá brá á það ráð sækja myndir af móður sinni í síma sinn og sýna útfararstjóranum. Ekki dugði það því hann hélt enn fram að hafa rétt fyrir sér varðandi nafn konunnar í kistunni.

Það var ekki fyrr en Dianne krafðist þess að útfararstjórinn stæði við hlið hennar við kistuna og hún þysjaði inn andlit móður sinnar og lagði símann við hlið andlit konunnar í kistunni, að útfararstjórinn viðurkenndi að hugsanlega væri um mistök að ræða.

Ein af myndunum sem Dianne dró fram. Móðir hennar er til hægri á myndinni.

Krafðist að athöfnin yrði haldin

Hann fór samt sem áður fram á að athöfnin yrði ekki stöðvuð, í það minnsta ekki fyrr en örugglega væri búið að staðfesta að konan væri ekki Margaret Locke.

Dianne segist hafa fengið áfall og í raun hætt að heyra orð af því sem maðurinn sagði. Hún segist einfaldlega hafa sest niður, orðlaus og miður sín.

Presturinn hélt líkræðu sína um líf Margaret Locke fyrir aftan kistu með allt annarri konu.

Dianne segist varla heyrt orð enda í gríðarlegu uppnámi. Sama mátti segja um aðra ættingja sem höfðu tekið undir mótmælin, en eins og Dianne, sátu hálflömuð af áfalli, út athöfnina.

Öll skjöl fylgja hinum látna

Framkvæmdastjóri félags útfararstjóra í Ástralíu, Adrian Barret, segist harma mistökin. Hann segir slíkt eigi hreinlega ekki að eiga sér stað, þar sem ávallt sé vandlega tryggt að um rétt lík sé að ræða.

Öll skjöl og merkingar fylgi hinum látna til útfararstofa á  milli þeirra staða sem líkið er flutt, hvort sem er heimili, sjúkrastofnanir eða annað slíkt.

Sé um minnsta vafa að ræða skuli aflýsa athöfninni tafarlaust. Það hafði verið mikil mistök hjá viðkomandi útfararstjóra að krefjast þess að jarðarförin yrði ekki stöðvuð.

Ófyrirgefanleg ákvörðun

Útfararstofan, Clare Family Funerals, gaf einnig út yfirlýsingu. Í henni stóð að frá stofnun fyrirtækisins, árið 2006, hafi stofan haft umsjón með yfir 2000 jarðarförum og hafi aldrei nein mistök komið upp. Fyrr en núna.

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að fyrirtækið leggi metnað sinn í að halda vandaðar útfarir og koma fram við alla að virðingu. Því miður hafi það fyrirfarist við jarðarför Margaret Locke.

Önnur mynd sem Dianne sýndi útfararstjóranum af móðir sinni, rétt fyrir fráfall hennar.

Starfsfólk útfararstofunnar sé miður sín og biðji alla aðstandendur innilegrar afsökunar.

Ástæðan fyrir kröfu viðkomandi útfararstjóra hafi verið streita við fréttirnar af líkinu ranga og í fljótfærni hafi hann tekið ófyrirgefanlega ákvörðun.

Óskar hennir friðar og blessunar

Eftir jarðarförina fannst líkið af Margaret Locke í húsnæði útfararstofunnar og var önnur athöfn haldin.

Dianne segist lítið annað geta gert en að reyna að gleyma þessu leiðindaatviki.

,,Ég óska konunni í kistunni friðar og blessunar og vona að unnt sé að finna fjölskyldu hennar sem fyrst til að veita henni þá kveðju sem hún á vafalaust skilið.” 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?