fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hvetja ungmenni til að drekka meira áfengi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski skatturinn er að reyna að snúa við niðursveiflu í tekjum með því að reyna að sannfæra ungmenni til að segja skilið við edrúmennsku. Ungmenni í Japan drekka ekki jafnmikið og fyrri kynslóðir, þannig að skatturinn hratt af stað keppni til að finna leiðir til að auka áfengisneyslu meðal fólks á þrítugs- og fertugsaldri. BBC greindi frá þessu.

Herferðin, sem gengur undir nafninu Sake Viva varar við því að þarlendur áfengismarkaður sé að smækka ört vegna lífsstílsbreytinga ungmenna og er að safna hugmyndum frá þjóðinni til að auka við þróun og kynningu á japönskum áfengisvörum, meðal annars hrísgrjónavíninu sake, viskíi og bjór fyrir ungu fólki. Yfirvöld segja að áfengisneysla Japana hafi minnkað um heilan þriðjung milli tíunda áratugarins og ársins 2020. Eftir komu faraldursins til Japan hrapaði framlag áfengis til ríkiskassans um meira en tíu prósent á ári. Samkvæmt könnun heilbrigðisráðuneytis Japans sögðust næstum 30 prósent Japana ekki drekka áfengi og önnur 26 og hálft prósent drekka sjaldan.

Skatturinn hvatti fólk til að brydda upp á nýjum vörum og nýrri hönnun byggt á nýjum lífsstílum og þróun bragðlauka Japana vegna faraldursins. Það hefur hins vegar verið bakslag og margir hafa sakað skattinn um að reyna að gera ungmenni háð áfengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?