fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Forsætisráðherra Finnlands harðneitaði eiturlyfjaneyslu eftir að umdeild myndbönd fóru í dreifingu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbönd eru í dreifingu á netinu sem sýna forsætisráðherra Finnlands Sönnu Marin skemmta sér í veislu með þekktum finnskum áhrifavöldum. Í myndböndunum sést forsætisráðherrann drekka og dansa með listafólki, áhrifavöldum og þingmönnum og eru skiptar skoðanir meðal finnskra netverja um hvort slíkt atferli hæfi forsætisráðherra.

Tók fyrir að hafa notað eiturlyf

Myndböndin birtust á Instagram en voru fjarlægð af síðunni stuttu eftir birtingu. Sanna hefur áður verið gagnrýnd fyrir skemmtanagleði sína og að smjaðra fyrir þeim frægu. Hún hefur oft sést umkringd áhrifavöldum og er mjög virk á samfélagsmiðlum. Sumir netverjar töldu sig hafa séð og heyrt vísbendingar um að veislugestirnir væru að neyta eiturlyfja á meðan veislunni stóð en Sanna þvertók fyrir það í viðtali við þarlenda miðilinn Iltalehti í morgun. „Þetta eru einkamyndbönd og voru ekki ætluð almenningi,“ sagði hún. Hún tók einnig fyrir það að hafa séð eiturlyf í veislunni. „Ég hef ekki neytt eiturlyfja, ég hef ekki neytt neins nema áfengis,“ bætti hún við.

Sanna opnaði sig einnig frekar. Hún sagði að téð veisla hafi verið haldin fyrir nokkrum vikum síðan en gaf ekki upp hvar hún var haldin. Hún sagði að lífverðir hefðu verið á svæðinu en ekki í íbúðinni þar sem veislan var. „Já, ég söng, dansaði og faðmaði vini mína og drakk áfengi,“ sagði Sanna. Aðspurð hvort hún muni halda áfram að verja tíma með vinahópnum sem lak myndböndunum til almennings sagði hún: „Já, ég er enn vinur vina minna.“ Hún var einnig spurð hvort lögregla ætti að rannsaka veisluhöldin og sagðist ekki hafa neitt að fela og að hún hafi ekki gert neitt ólöglegt.

Skiptar skoðanir

Sanna hefur lengi verið umdeild bæði í Finnlandi og utan Finnlands. Til að mynda birti Sænski miðillinn Dagens Nyheter mjög gagnrýninn pistil um ímynd forsætisráðherrans í fyrra þar sem hún var kölluð smjaðrari. Þýski miðillinn Bild birti hins vegar frétt á sunnudaginn síðastliðinn þar sem henni var lýst sem „svalasta stjórnmálamanni í heimi.“

„Yfirveguð, nútímaleg og sjálfsörugg – svona geta stjórnmál virkað. Marin tilheyrir svölu kynslóðinni, sem Pútín kærir sig ekki um,“ skrifaði Bild.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af