fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Pressan

Skotið á sænska lögreglumenn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 06:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta tímanum í nótt skaut ungur maður á lögreglumenn sem voru við störf í Rinkeby í norðvesturhluta Stokkhólms.

Skotárásin átti sér stað við Askebyskolan. Enginn meiddist en einn var handtekinn grunaður um morðtilraun að sögn talsmanns lögreglunnar.

Lögreglumenn tilkynntu klukkan 00.49 að skotið hefði verið á þá. Í kjölfarið hófust umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á vettvangi og voru um tíu lögreglubílar á vettvangi í nótt að sögn Aftonbladet.

Unnið var að vettvangsrannsókn í alla nótt. Stjórnandi rannsóknarinnar staðfesti að skotum hefði verið hleypt af og að enginn hefði meiðst.

Meintur skotmaður er 18 ára.

Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að skotið hafi verið á þrjá lögreglumenn þegar þeir reyndu að stöðva ungan mann á rafmagnshlaupahjóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir