fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Pressan

Hefndi sín á kærastanum – Snilld eða grimmd?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 06:07

Auglýsingin. Mynd:Mackay and Whitsunday Life

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona, Jenny að nafni, greip til óvenjulegrar aðferðar nýlega til að hefna sína á kærastanum sínum, Steve, eftir að hún komst að framhjáhaldi hans.

Jenny greip til þess ráðs að kaupa heilsíðuauglýsingu í staðardagblaðinu Mackay and Whitsunday Life.

„Kæri Steve. Ég vona að þú sért ástfanginn af henni. Nú veit allur bærinn að þú ert ógeðslegur framhjáhaldari. Kveðjur, Jenny. ES. Ég borgaði þessa auglýsingu með kreditkortinu þínu,“ skrifaði hún.

7news og Perth North skýra frá þessu.

Töluverðar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um auglýsinguna og hafa sumir velt fyrir sér hvort um auglýsingabrellu á vegum dagblaðsins sé að ræða. Því vísa talsmenn blaðsins á bug.

Þeir sögðu hins vegar að ekki væri rétt að greiðslukort Steve hafi verið notað til að greiða fyrir auglýsinguna. Starfsfólk hafi uppgötvað að nafnið á greiðslukortinu var annað en á auglýsingasamningnum og því hafi auglýsingin ekki verið skuldfærð á kortið.

Auk þess segir blaðið að fjöldamörg símtöl hafi borist vegna auglýsingarinnar og þess vegna vilji það koma eftirfarandi á framfæri:

1. Við vitum ekki hver Steve er, en hann virðist hafa hegðað sér illa, mjög illa.

2. Við munum ekki segja frá neinu um Jenny.

3. Við höfum ekki skuldfært auglýsinguna á umrætt kreditkort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir