fbpx
Miðvikudagur 07.desember 2022
Pressan

Rússar leita í fangelsin til að endurnýja heraflann

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 19:00

Rússnesk ökutæki í stöflum í Bucha í byrjun apríl. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föngum í Sankti Pétursborg brá heldur betur í brún þegar jakkafataklæddir embættismenn buðu þeim sakaruppgjöf í staðinn fyrir að þeir berjist í rússneska hernum í Úkraínu. Á næstu dögun fóru fangarnir að hverfa úr fangelsinu. Þar sem Pútín og félagar hans neita enn að viðurkenna að grimm innrás þeirra í Úkraínu sé innrás geta þeir ekki opinberlega kallað út allan herinn. Þess í stað þurfa þeir að safna mannafla á fyrirferðaminni hátt.

Einnig hefur komið í ljós að stór hluti rússneska hersins í Úkraínu neiti að berjast og reyni að koma sér úr hernum. „Við erum sá mikið magn fólks sem er að reyna að koma sér af víglínunni,“ sagði Alexei Tabalov, lögfræðingur sem rekur stofu sem hjálpar mönnum að forðast herskyldu. Stofan hefur tekið á móti flóði af eftirspurnum frá mönnum sem vilja losna úr samningum sínum við rússneska herinn. „Persónulega fæ ég það á tilfinninguna að allir þeir sem geta flúið séu að reyna að flýja,“ bætti hann við í viðtali við AP.

Þrátt fyrir að varnarmálaráðuneyti Rússlands taki fyrir að almennt herútkall sé að eiga sér stað virðast yfirvöld vera að reyna allt sem þeir geta til að fá unga menn til að skrá sig í herinn. Um allt Rússland má sjá skilti við vegi og í neðanjarðarlestum með slagorðum til að hvetja menn til að ganga í herinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússnesk yfirvöld beita slíkum brögðum. Sovétríkin beittu svokölluðum fangafylkingum óspart í seinni heimsstyrjöldinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsins frægasta mannæta látin – Myrti og át hollenska skólasystur sína enda með hávaxnar og ljóshærðar konur á heilanum

Heimsins frægasta mannæta látin – Myrti og át hollenska skólasystur sína enda með hávaxnar og ljóshærðar konur á heilanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu lík fjögurra kornabarna í frysti

Fundu lík fjögurra kornabarna í frysti