fbpx
Föstudagur 09.desember 2022
Pressan

Er þetta sætasta atvinnutækifærið í dag? 10 milljónir fyrir að borða sælgæti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú átt að stýra stjórnarfundum, sjá um að smakka . . . og margt annað skemmtilegt.“ Svona hljóðar atvinnuauglýsing frá kanadíska sælgætisfyrirtækinu Candy Funhouse sem er að leita að „Candy Officer“ til starfa.

Það er eflaust draumastarf margra að fá að borða sælgæti allan daginn og að fá borgað fyrir það að auki.

CNN segir að fyrirtækið bjóði 78.000 dollara í árslaun fyrir starfið en það svarar til um 10 milljóna íslenskra króna. Hinn heppni eða heppna mun sinna starfinu heima hjá sér. Litlar kröfur eru gerðar um viðveru á vinnustaðnum.

Jamal Hejazi, forstjóri Candy Funhouse, sagðist skilja vel að mörgum þyki starfið aðlaðandi. „Ímyndaðu þér alla bestu minningar þínar tengdar sælgæti og svo að fá að vinna með það daglega,“ sagði hann.

Hann sagði að það hafi komið á óvart hversu hugmyndaríkt fólk er í umsóknum sínum. Til dæmis hafi sumir sent inn myndbönd með allri fjölskyldu sinni.

Ekki liggur fyrir hversu mikið sælgæti „Candy Officer“ þarf að borða daglega.

Candy Funhouse selur súkkulaði, hlaup og lakkrís á netinu. fyrirtækið er staðsett nærri Toronto og er fjölskyldufyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast mannskæða kórónuveirubylgju

Óttast mannskæða kórónuveirubylgju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði til lífsins í líkpoka fimm tímum eftir að hann var úrskurðaður látinn

Vaknaði til lífsins í líkpoka fimm tímum eftir að hann var úrskurðaður látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI varar við TikTok

FBI varar við TikTok
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO segir að 90% heimsbyggðarinnar sé með eitthvað ónæmi gegn kórónuveirunni

WHO segir að 90% heimsbyggðarinnar sé með eitthvað ónæmi gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann sker tómata í þunnar sneiðar – Tveimur vikum síðar bíður svolítið óvænt hans

Hann sker tómata í þunnar sneiðar – Tveimur vikum síðar bíður svolítið óvænt hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn varpar ljósi á miklar áskoranir Ástrala vegna loftslagsbreytinganna

Ný rannsókn varpar ljósi á miklar áskoranir Ástrala vegna loftslagsbreytinganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu