fbpx
Fimmtudagur 06.október 2022
Pressan

Er þetta sætasta atvinnutækifærið í dag? 10 milljónir fyrir að borða sælgæti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú átt að stýra stjórnarfundum, sjá um að smakka . . . og margt annað skemmtilegt.“ Svona hljóðar atvinnuauglýsing frá kanadíska sælgætisfyrirtækinu Candy Funhouse sem er að leita að „Candy Officer“ til starfa.

Það er eflaust draumastarf margra að fá að borða sælgæti allan daginn og að fá borgað fyrir það að auki.

CNN segir að fyrirtækið bjóði 78.000 dollara í árslaun fyrir starfið en það svarar til um 10 milljóna íslenskra króna. Hinn heppni eða heppna mun sinna starfinu heima hjá sér. Litlar kröfur eru gerðar um viðveru á vinnustaðnum.

Jamal Hejazi, forstjóri Candy Funhouse, sagðist skilja vel að mörgum þyki starfið aðlaðandi. „Ímyndaðu þér alla bestu minningar þínar tengdar sælgæti og svo að fá að vinna með það daglega,“ sagði hann.

Hann sagði að það hafi komið á óvart hversu hugmyndaríkt fólk er í umsóknum sínum. Til dæmis hafi sumir sent inn myndbönd með allri fjölskyldu sinni.

Ekki liggur fyrir hversu mikið sælgæti „Candy Officer“ þarf að borða daglega.

Candy Funhouse selur súkkulaði, hlaup og lakkrís á netinu. fyrirtækið er staðsett nærri Toronto og er fjölskyldufyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óþekkt lífvera sást á hafsbotni

Óþekkt lífvera sást á hafsbotni
Pressan
Fyrir 4 dögum

James Earl Jones gaf úkraínsku fyrirtæki réttinn á rödd Svarthöfða

James Earl Jones gaf úkraínsku fyrirtæki réttinn á rödd Svarthöfða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist 18.000 km – „Kynlífsferðalag til Karíbahafsins“

Ferðaðist 18.000 km – „Kynlífsferðalag til Karíbahafsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sparnaðarleiðin sem getur breytt lífi þínu fjárhagslega

Sparnaðarleiðin sem getur breytt lífi þínu fjárhagslega