fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Pressan

Segja „trúverðugt“ að Loch Ness skrímslið sé til – Ástæðan er merkur fundur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 13:30

Er þetta Nessie? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við University of Bath segja að tilvist Loch Ness skrímslisins sé „trúverðug“ og byggja það á merkum fundi.

Um er að ræða steingervinga af litlum plesiosaur sem fundust við uppgröft í fornum árfarvegi í Marokkó. Plesiosaur er lítil útdautt skriðdýr sem lifði í sjó.

Segja vísindamenn að plesiosaur líkist þeim lýsingum sem hafa komið fram af Loch Ness skrímslinu, stundum kallað Nessie, en því hefur verið lýst sem dýri með langan háls og lítinn haus. Mirror skýrir frá þessu.

Efasemdarfólk hefur alltaf vísað því á bug að plesiosaur eða afkomendur tegundarinnar hafi geta lifað í tugi milljóna ára og hafst við í Loch Ness því plesiosaur var saltvatnsdýr.

En uppgötvunin í Marokkó, sem var gerð í 100 milljóna ára gömlum árfarvegi, bendir til að dýrin hafi lifað í ferskvatni. Það styrkir þá söguna um skrímsli í Loch Ness að mati vísindamanna.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 38 flóttamenn sem voru fastir á hólma í ánni Evros dögum saman

Fundu 38 flóttamenn sem voru fastir á hólma í ánni Evros dögum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins

Hafa fengið morðhótanir vegna Freya-málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir hann geta sjálfum sér kennt um stunguárásina

Segir hann geta sjálfum sér kennt um stunguárásina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Söguleg lög taka gildi í Skotland í dag – Dömubindi og túrtappar verða nú ókeypis

Söguleg lög taka gildi í Skotland í dag – Dömubindi og túrtappar verða nú ókeypis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm ára barn rekið úr skóla því foreldrarnir eru samkynhneigðir

Fimm ára barn rekið úr skóla því foreldrarnir eru samkynhneigðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnir í „öfga“ hækkun hitastigs á norðurheimskautasvæðinu

Stefnir í „öfga“ hækkun hitastigs á norðurheimskautasvæðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eldgosið á Tonga spúði miklum sjó upp í lofthjúpinn – Dugði í 58.000 sundlaugar

Eldgosið á Tonga spúði miklum sjó upp í lofthjúpinn – Dugði í 58.000 sundlaugar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða

Martröð á opnu hafi – Skútan sökk og við tók barátta upp á líf og dauða