fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Áfrýjun foreldra Archie Battersbee synjað – Verður tekinn úr sambandi á morgun

pressan
Mánudaginn 1. ágúst 2022 19:00

Hinn tólf ára gamli Archie Battersee varð fyrir heilaskaða í apríl síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tólf ára gamli Archie Batterbee hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi síðan í aprílmánuði eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða. Læknar á konunglega sjúkrahúsinu í Whitechapel í Austur-London sem annast Archie staðfest að hann sé heiladauður og því sé hagsmunum hans best borgið ef tækin sem halda í honum lífi verði tekin úr sambandi.

Foreldrar Archie, Hollie Dance and Paul Battersbee, hafa hins vegar barist hatrammlega gegn þeim áformum og hefur sú barátta vakið mikla athygli á Bretlandseyjum. Hafa þau biðlað til yfirvalda um að fá tíma til að jafna sig á því mikla áfalli sem þau urðu fyrir og að þau segjast ekki skilja hversvegna svo mikill asi er að taka Archie úr sambandi.

Búið var að ákveða að slökkt yrði á tækjunum kl.2 í dag á breskum tíma  í kjölfar þess að foreldrarnir höfðu tapað máli gegn spítalanum sem annars son þeirra. Þau náðu hins vegar að áfrýja málinu til sérstakrar nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttinda fatlaðs fólks og hlutu í kjölfarið áheyrn hjá áfrýjunardómstól.

Niðurstaða þeirrar dómara var hins vegar að aðgerðinni yrði frestað um einn sólarhring og segja foreldrarnir nú að þeim séu allar bjargir bannaðar en þeim var synjað um beiðni til að áfrýja ákvörðuninni til æðra dómstigs.

Hollie og Paul hafa engu að síður ákveðið að biða til Hæstaréttar Bretlands um að áfrýjun þeirra verði tekin gild. Í yfirlýsingu til fjölmiðla sögðust þau vera miður sín vegna harðneskju breskra dómstóla og ekki síður heilbrigðisyfirvalda.

Fórnarlamb hættulegrar áskorunar á samfélagsmiðlum

Archie fannst meðvitundarlaus á heimili móður sinnar, Holly Dance, þann 7. apríl síðastliðinn. Talið er að hann hafi verið að taka þátt í áskorun á samfélagsmiðlum, The Blackout Challenge, sem gengur út á það að þátttakendur setja snæri um háls sinn og reyna að missa meðvitund í stutta stund.

Archie ásamt móður sinni Holly Dance

Hann hefur aldrei komist til meðvitundar og segja læknar að ástandi hans hafi hrakað ef eitthvað er. Foreldrar hans eru þó á öðru máli og hefur móðir hans haldið því fram að Archie hafi gert tvær tilraunir til þess að anda á síðustu dögum auk þess að kreista hönd hennar. Hún skynji framfarir og því sé allt að því glæpsamlegt að binda enda á líf drengsins.

„Það eina sem ég veit er að ég finn það á mér að litli drengur minn er þarna inni í þessum líkama og ég mun halda áfram að berjast fyrir hann. Ég bið til dómara að gefa honum meiri tíma,“ sagði Dance í viðtali við Good Morning Britain um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira