fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Varð fyrir barðinu á óprúttnum aðilum tvisvar sama daginn í París

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 12:30

Julie Berthollet - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissneska fiðluleikkonan Julie Berthollet hefur búið lengi í París, höfuðborg Frakklands, en nú hefur hún ákveðið að flytja þaðan eftir að hafa orðið fyrir barði óprúttinna aðila tvisvar á sama deginum. Julie flutti til París ásamt yngri systur sinni, Camille Berthollet, en þær systur mynda saman tónlistardúó þar sem Julie leikur á fiðlu og Camille á selló.

Þann 22. júní síðastliðinn var Julie að ganga meðfram Seine ánni í París þegar maður kom upp að henni og reyndi að taka iPhone símann Julie úr hendi hennar. Julie náði að halda í símann og öskraði á manninn sem flúði í burtu að lokum. „Ég er með sterkar hendur út af fiðlunni, ég veitti honum viðnám, hélt í símann og öskraði á hann: Ertu ruglaður? Heigull!“ segir Julie um atvikið í samtali við svissneska tímaritið L’Illustré.

Einungis nokkrum mínútum síðar lenti Julie aftur í svipuðu atviki en þá var hún stödd við inngang lestarstöðvar. Þar mætti henni maður sem reif af henni armböndin hennar og hálsmen, tók svo upp hníf sem hann otaði að henni til að koma í veg fyrir að hún myndi reyna að ná því sem hann rændi aftur til baka.

Julie hefur ákveðið að flytja aftur til heimalandsins vegna þessa en hún segir að íbúar París séu með það hugarfar að hugsa bara um sjálfa sig. Hún furðar sig á því að enginn hafi komið henni til hjálpar þennan daginn.

„Þetta er ekki svona í Sviss. Hér er fólk kurteist, það hunsar ekki hvert annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?