fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Hoppuðu út í ánna til að bjarga barni frá drukknun – Finnast nú ekki og eru taldir látnir

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 18:30

Sacramento-San Joaquin Delta svæðið þar sem mennirnir voru staddir - Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja karlmanna er saknað í Kaliforníu í Bandaríkjunum en mennirnir sem um ræðir hoppuðu út í á til að bjarga 8 ára barni frá drukknun. Talið er að mennirnir séu látnir.

Vitni segja að mennirnir þrír hafi verið saman að veiða við árbakkann ásamt veimur öðrum mönnum síðastliðinn sunnudag þegar þeir sáu 8 ára barn í ánni. Þeir hoppuðu allir í ánna til að bjarga barninu en aðeins tveir þeirra snéru aftur með barnið sem reyndist heilt á húfi.

Aðstæður voru erfiðar þegar mennirnir hoppuðu í ánna, bæði vindur og öldur gerðu það að verkum að vatnið var hættulegt þennan daginn. Enginn af mönnunum var í björgunarvesti.

Samkvæmt San Francisco Chronicle var tilkynnt að karlmannanna væri saknað um klukkan 13:30 á sunnudaginn. Leitað var að þeim í tvo tíma án árangurs, þá var áherslum breytt og gert ráð fyrir því að þeir væru látnir. Haldið var áfram að leita að líkum mannanna en án árangurs.

Mennirnir þrír sem um ræðir heita Guistillo Rivas, Edwin Perez, og Danilo Solorzano en þeir eru allir frá borginni Oakland í Kaliforníu. Þeir höfðu komið að ánni á sunnudaginn til að tjalda, synda og veiða. „Þrír menn, vinir mínir… við komum alltaf hingað,“ segir Juan Cabrera, einn af mönnunum tveim sem komst aftur upp á land, í samtali við KCRA. „Þetta gerðist svo hratt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar