fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Klámóði læknirinn sviptur leyfi sínu – Hlaut dóm fyrir að taka upp samfarir fólks með faldri myndavél í tannbursta

pressan
Mánudaginn 4. júlí 2022 22:00

Dr. Vinesh Godhania var haldinn stjórnlausri klámfíkn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski læknirinn Dr. Vinesh Godhania var á dögunum sviptur læknaleyfi sínu. Sú ákvörðun þarf kannski ekki að koma nokkrum manni á óvart í ljósi þess að Godhania var undir lok síðasta árs dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi af dómstól í Norwich fyrir að hafa myndað samfarir fólks og sturtuferðir þeirra með falinni myndavél auk þess að stela viðkvæmum myndum af fjölda fólks.

Daily Mail birti í dag umfjöllun um Godhania þar sem hann er sagður hafa verið haldinn óstjórnlegri klámfíkn. Kemur fram í umfjöllun miðilsins að við rannsókn sakamálsins hafi komið í ljós að á 11 mánaða tímabili árið 2020 hafi Godhania heimsótt klámsíður um 20 þúsund sinnum, gróflega áætlað eru það um 60 heimsóknir á degi hverjum.

Þá gerðist læknirinn sekur um að brjótast inn á iCloud-reikninga um 100 einstaklinga, þar af 23 kollega hans, til þess að komast yfir viðkvæmar myndir af fólki. Beindust brot hans að stærstum hluta gegn konum.

Brot Godhania varðandi földu myndavélarnir beindust gegn átján einstaklingum, sjúklingi á spítala og síðan fólki sem var gestkomandi á heimili hans. Spönnuðu brotin allan átta ár starfsferil Godhania sem læknis – frá árinu 2012 til ársins 2020 – og stigmagnaðist alvarleiki þeirri með árunum.

Til þess að ná kynferðislegum myndum af fólki notaði Godhania meðal annars litla falda myndavél sem hafði verið komið fyrir í tannbursta.

Fyrir rétti játaði Godhania að hann hafi átt við klámfíkn að stríða frá unglingsárum sínum en hann hefði aldrei leitað sér hjálpar vegna vandamálsins. Auk fangelsisdómsins og leyfissviptinguna mun Godhania vera skráður á lista yfir kynferðisafbrotamenn í tíu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar