fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Fékk útgreitt 300-föld mánaðarlaun fyrir mistök – Sagði upp og stakk af

pressan
Mánudaginn 4. júlí 2022 07:19

Maðurinn hefði verið ríflega 25 ár að vinna sér launin inn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Láglaunamaður í Chile varð heldur betur undrandi á dögunum þegar að launareikningur hans í bankanum var heldur voldugri en hann átti að venjast. Fyrir mistök hafði launadeild fyrirtækisins sem hann starfaði fyrir lagt inn á hann ríflega 300-föld mánaðarlaun. Diario Financiero, dagblað í Santiago, greinir frá.

Atvikið átti sér stað í maí á þessu ári en fram kemur að maðurinn hafi verið með um 75 þúsund krónur í útborguð mánaðarlaun. Starfsmanninum var því eðlilega nokkuð brugðið þegar útborguð laun voru yfir 24 milljónir króna, eitthvað sem tæki starfsmanninn um aldarfjórðung að vinna fyrir.

Maðurinn tilkynnti ofgreiðsluna til yfirmanns síns og fékk að lokum þau skilaboð frá fyrirtækinu að hann mætti gjarnan fara í bankann næsta dag og endurgreiða launin.

Starfsmaðurinn fór samviskusamlega í bankann en í stað þess að endurgreiða féið tók hann allan peninginn út af bankareikningi sínum og lét sig síðan hverfa.

Eftir þrjá daga af hringingum og skilaboðum til starfsmannsins barst loks erindi frá lögfræðingi sem kom því á framfæri til fyrirtækisins að starfsmaðurinn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.

Síðan þá hefur ekkert til starfsmannsins spurst en þjófnaðurinn hefur verið tilkynntur til viðeigandi stofnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar