fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sumarfrí feðganna tók snöggan enda – Kýldi föður sinn til dauða eftir rifrildi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 07:00

Ethan Lee Hallow - Mynd/Newsflash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarfrí bresku feðganna Garry James Hallows og Ethan Lee Hallow til borgarinnar Marmaris í Tyrklandi tók snöggan enda þegar Garry var kýldur af Ethan, syni sínum, eftir rifrildi þeirra feðga. The Sun fjallaði um málið.

Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna feðgarnir rifust en ljóst er að Ethan var afar ósáttur við föður sinn. Garry, sem var 51 árs gamall, fékk alvarleg höfuðmeiðsl eftir höggið frá syni sínum. Fólk sem varð vitni að högginu hringdi í sjúkrabíl fyrir Garry á meðan hann lá meðvitundarlaus í jörðinni. Farið var með Garry á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Þegar Ethan var yfirheyrður af lögreglunni hélt hann því upphaflega fram að faðir sinn hefði dottið á höfuðið. Lögreglan efaðist þó um sakleysi sonarins og ákvað að rannsaka málið nánar.

Þegar lögreglan skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu komst það í ljós að atvikið hafði náðst á myndband. Í myndbandinu má sjá feðgana rífast á gangstétt og svo sést hvernig Ethan kýlir föður sinn í höfuðið. Garry sést svo falla í jörðina eftir höggið.

Skjáskot úr upptöku eftir

Ethan hefur nú verið handtekinn af lögreglunni og verður hann í haldi hennar á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn