fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Fann helminginn af dánum ketti sínum – Virðist hafa verið skorinn í tvennt

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 21:30

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sergio Rodriguez, frá borginni Weston í Flórída í Bandaríkjunum, fann köttinn sinn, Bean, dáinn í byrjun júní á þessu ári þá var búið að skera köttinn í tvennt. Sergio fann einungis annan helminginn af kettinum sínum. Samkvæmt Miami New Times sögðu nágrannar honum að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem köttur hefur fundist dáinn og aflimaður í borginni.

Embætti sýslumanns á svæðinu staðfesti að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en embættið veit af tveimur tilvikum þar sem kettir finnast í þessu ásigkomulagi. Embættið hvatti íbúa á svæðinu til þess að tilkynna embættinu ef kettir finnast látnir og aflimaðir.

Íbúar í hverfinu eru sagðir óttaslegnir yfir þessu og grunar einhverja að einhver manneskja hafi framið þessi ódæðisverk. Þá fullyrða yfirvöld að kettirnir hafi ekki verið myrtir af öðru dýri, ljóst sé að einhver manneskja hafi drepið þá. Í skýrslu um málið segir að einn kötturinn virðist hafa verið skorinn í tvennt með hníf.

„Það var ekkert blóð á kettinum eða í grasinu í kringum köttinn,“ segir einnig í skýrslunni.

Robert Ruderman, dýralífssérfræðingur á svæðinu, er þó á því að kötturinn gæti hafa verið drepinn af öðrum ketti eða hundi. Hann telur líklegast að laus hundur beri sök í málinu. Eitthvað hefur verið um að sléttuúlfar finnist á svæðinu en alls hafa 23 slíkir sést síðan í janúar árið 2019. Ruderman telur þó ólíklegt að sléttuúlfur beri ábyrgð á þessu þar sem þeir eru ekki vísir til þess að skylja hræin eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar