fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Týndi viðkvæmum persónulegum upplýsingum um íbúa heillar borgar á djamminu

pressan
Mánudaginn 27. júní 2022 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskur starfsmaður er að öllum líkindum að glíma við varanlegt djammviskubit eftir að allt fór úrskeiðis hjá viðkomandi í vikunni.

CNN greinir frá því að maðurinn, sem starfar fyrir fyrirtæki sem þjónustar borgaryfirvöld í borginni Amagasaki í norðvestur Osaka-héraði, hafi skellt sér út á lífið eftir vinnu í vikunni.

Með í för hafði hann minnislykil með viðkvæmum persónulegum upplýsingum um alla íbúa borgarinnar. Illu heilli sofnaði embættismaðurinn úti á götu eftir að hafa fengið sér vel neðan í því á skemmtistöðum borgarinnar. Þegar hann rumskaði úr rotinu hafði tösku hans, sem innihélt meðal annars minnislykilinn, verið stolið.

Á minnislyklinum voru nöfn, fæðingardagur og heimilisföng alls 465.177 íbúa Amagasaki auk upplýsinga um skattamál þeirra og bankaupplýsingar. Gögnin voru dulkóðuð á minnislyklinum og ekkert hefur enn bent til þess að þeim hafi verið lekið.

Borgaryfirvöld í Amagasaki héldu blaðamannafund á fimmtudaginn vegna málsins þar sem komið var á framfæri afsökunarbeiðni til íbúa vegna málsins og því lofað að þeim yrði haldið upplýstum um framvindu þess.

Ætla má að starfsmaðurinn skemmtanaglaði sé í vondum málum því að fram hefur komið að þó að hann hafi haft heimild til að vinna með gögnin þá hafði hann ekki leyfi til þess að flytja gögnin yfir á minnislykil. Ekki kemur fram í grein CNN hvort að maðurinn sé ennþá með vinnu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar