fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 06:53

Dan Gill er alltaf með auðan stól í kennslustofunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hálfa öld hefur Dan Gill, sem kennir við Glenfield Middle School í Montclair skólaumdæminu í New Jersey, hefur verið með auðan stól í kennslustofu sinni.

Stóllinn er ekki notaður til að láta nemendur sitja í þegar þeir þurfa að taka sér smá pásu eða fyrir þá sem koma til að fylgjast með kennslunni og nemendunum. Stólinn er táknrænn. Hann er áminning fyrir Gill og áminning fyrir nemendurna.

„Ég kenni árlega um mannréttindahreyfinguna. Ég vildi tengja smá sögu við það til að þau skilji betur hvað þetta þýðir fyrir mig,“ sagði hann í samtali við TODAY Parents.

Dan Gill við stólinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann sagði að þegar hann var níu ára hafi hann farið með besta vini sínu, Archie, í afmælisveislu í fjölbýlishúsinu sem Gill bjó í. Móðir afmælisbarnsins opnaði en þegar hún sá Archie sagði hún að ekki væru fleiri stólar. Gill sagði þetta hafa ruglað sig í ríminu en hann hafi síðan boðist til að sitja á gólfinu eða sækja fleiri stóla. En móðirin svaraði bara að það væru ekki fleiri stólar. Að lokum áttaði Gill sig á að Archie var ekki velkominn því hann var svartur. Drengirnir yfirgáfu staðinn, báðir grátandi.

Þessu hefur Gill aldrei gleymt, man þetta eins og þetta hafi gerst í gær. „Archie var neitað um þátttöku í afmælisveislunni vegna fordóma konunnar,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki hafa vitað það á þessum tíma en þessi atburður hafi endað með að „gera hann að því sem hann er í dag“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar