fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 18:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónaband þar sem blekkingar og svik koma mikið við sögu er varla neitt sem fólk dreymir um. Indónesísk kona upplifði miklar blekkingar og svik eftir að hún gekk í hjónaband með þeim sem hún taldi vera draumaprinsinn.

Konan, sem er nefnd NA, kynntist maka sínum í gegnum stefnumótaapp í maí 2021. Makinn, sem er nefndur AA, sagðist vera bandarískur og hefði nýlega snúist til íslamskrar trúar og væri að leita sér að konu. The Sun skýrir frá þessu.

Þremur mánuðum eftir að þau kynntust ákváðu þau að ganga í hjónaband samkvæmt svokölluðu nikah siri-fyrirkomulagi. Í því felst að brúðkaupið er leynilegt en yfirvöld viðurkenna ekki hjónabönd af þessu tagi.

Ástæðan fyrir að þau völdu þetta fyrirkomulag var að brúðguminn gat ekki framvísað nauðsynlegum skjölum.

Eftir brúðkaupið bjuggu þau heima hjá foreldrum brúðarinnar sem voru hissa á að AA bað þau um peninga og var ekki með nein skilríki.

Þetta fór í taugarnar á nýgiftu hjónunum og því ákváðu því að flytja til Súmötru til að sleppa við athugasemdir foreldranna.

En þegar til Súmötru var komið hófust hremmingar konunnar fyrst af alvöru. AA læsti hana inni og hún mátti ekki tala við neinn annan. AA stýrði einnig fjármálum þeirra.

Eftir að fjölskylda konunnar hafði ekki heyrt frá henni í langan tíma hafði hún samband við lögregluna sem fór og fann NA á heimili hjónanna.

Þá komst stærsta lygin upp. AA reyndist vera kona, ekki karl. Þegar þetta komst í hámæli spurðu margir hvernig stæði á því að NA hafi ekki uppgötvað þetta þegar kom að kynlífi. Svarið var að henni var alltaf skipað að vera með bindi fyrir augunum þegar kom að kynlífi og ljósið var slökkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar