fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Ósáttur nágranni – Segir að það heyrist hærra í þeim en sláttuvél þegar þau stunda kynlíf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt annað en skemmtilegt að eiga nágranna sem hefur svo hátt að maður helst varla við heima hjá sér. Oft er það tónlist, partýstand eða eitthvað þess háttar sem er orsök hávaðans.

En nágrannar Lydia Barker og Billy Brown, sem búa í Bretlandi, glíma við svolítið öðruvísi hávaða frá þeim ef marka má kvörtun sem leigufélaginu, sem þau leigja hjá, barst.

Ladbible segir að leigufélaginu hafi borist kvörtun frá nágranna þeirra um að það heyrist mjög mikið í þeim þegar þau stunda kynlíf. „Það heyrist hærra í þeim en sláttuvél,“ segir að sögn í kvörtuninni.

Lydia, sem er 31 árs, segir að hún hefði kosið að nágrannarnir hefðu rætt við sig í staðinn fyrir að kvarta við leigufélagið.

Í bréfinu segir að nágrannarnir heyri vel þegar þau stunda kynlíf og að þeim finnist þetta svo viðkvæmt mál að þeir hafi ekki treyst sér til að kvarta beint við þau.

Í bréfinu er Lydia beðin um að taka á málinu og draga úr hávaðanum „þegar hún stundar kynlíf“.

Parinu er einnig gerð grein fyrir að leigufélagið muni fylgjast með málinu og ef því finnist ekki að árangur náist í að draga úr hávaðanum muni það hafa samband við þau og veita þeim ráð um hvernig sé hægt að leysa málið.

Lydia segir að þetta sé í fyrsta sinn sem kvartað sé undan hávaða vegna kynlífsiðkunar þeirra. Hún segir að þau stundi mikið kynlíf, „að morgni, um miðjan dag og að næturlagi“ en hún sé ekki hávær þegar hún stundar kynlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar