fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júní 2022 06:33

Julie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1963 var Julie Mannix, frá Philadelphia í Bandaríkjunum, 19 ára. Hún var myndarleg og átti framtíðina fyrir sér. Hún fann stóru ástina í lífinu. Hann hét Frank. Foreldrum hennar fannst hann hins vegar ekki uppfylla þær kröfur sem þau gerðu til verðandi tengdasonar.

En eins og gengur og gerist þá lét unga fólkið það ekki stöðva sig og átti sínar stundir saman. Í einni þeirra kom barn undir.

Julie fór í skoðun hjá kvensjúkdómalækni sem staðfesti að hún væri barnshafandi. Hann sagði henni hins vegar ekki frá því en sagði móður hennar frá því.

Foreldrar hennar voru ekki sátt við þetta, töldu algjörlega óviðunandi að barn fæddist utan hjónabands. Þungarrof kom heldur ekki til greina því það var ólöglegt á þessum tíma.

Foreldrar hennar gripu því til sinna ráða og fóru að ljúga til um eitt og annað til að leyna því að Julie væri barnshafandi. Þau sögðu Julie glíma við „alvarlegt þunglyndi“ og komu því til leiðar að hún var lögð inn á geðdeild.

Julie.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þeim tíma var hægt að framkvæma þungunarrof á geðdeildum á löglegan hátt. Julie neitaði þó að gangast undir það og var því haldið á geðdeildinni í hálft ár, hún átti að vera þar, þar til hún væri búin að eignast barnið.

Þann 19. apríl 1964 eignaðist hún síðan dóttur sína Aimee. Hún fékk að sjá hana í örskamma stund áður en hún var neydd til að skrifa undir skjöl um að hún léti hana frá sér.

Hún yfirgaf geðdeildina síðan og heimili sitt, fannst að fjölskylda hennar hefði svikið hana og farið illa með. Hún flutti til New York og hóf feril sem leikkona.

Sem betur fer var Aimee ættleidd af góðri og ástríkri fjölskyldu. Nafni hennar var þó breytt í Kathleen Marie Wisler.

Þegar Kathleen var orðin 44 ára og hafði eignast sín eigin börn ákvað hún að reyna að finna líffræðilega móður sína en hún vissi að hún hefði verið ættleidd á sínum tíma.

Hún fékk aðstoð félagsmálayfirvalda í Philadelpha sem gátu staðfest að Julie væri móðir hennar. Hún komst einnig að því að móðir hennar hafði gifst Frank ári eftir að fæðingu hennar. Út frá þessum upplýsingum fann hún móður sína.

Julie og Frank

 

 

 

 

 

 

 

 

„Ég átti aldrei von á því að líða eins og dóttur aftur en hér er ég, elskuð af tveimur sterkum og gáfuðum foreldrapörum sem hafa áhyggjur þegar börnin mín eru veik og hringja í mig aftur og aftur án þess að hafa nokkra sérstaka ástæðu til þess,“ sagði hún í samtali við Redbook Magazine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum

Pútín og Kim Jong-un skiptast á ástarbréfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða

Jöklarnir í Ölpunum bráðna á methraða
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar

Heili okkar er forritaður til að vilja meira jafnvel þótt það leiði til vanlíðunar