fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Rúmlega 100 teknir af lífi í Íran á fyrsta ársfjórðungi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 15:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru rúmlega 100 manns teknir af lífi í Íran. Aftökum fer fjölgandi í landinu að sögn Sameinuðu þjóðanna sem birtu skýrslu um stöðu mála þar í gær.

Nada Al-Nashif, varaformaður mannréttindanefndar SÞ, sagði að aftökum fari fjölgandi í Íran þegar hún ávarpaði mannréttindaráð samtakanna í gær. Hún sagði að 260 hafi verið teknir af lífi 2020 en 310 á síðasta ári, þar af að minnsta kosti 14 konur. Hún sagði að þessi þróun hafi haldið áfram það sem af er ári.

Frá 1. janúar til 20. mars voru að minnsta kosti 105 manns teknir af lífi að hennar sögn. Hún sagði að margir þeirra hafi verið úr minnihlutahópum.

Í skýrslunni er lýst yfir miklum áhyggjum af fjölgun aftaka fyrir minniháttar afbrot, þar á meðal fíkniefnalagabrot. „Dauðarefsingu er enn beitt í málum sem svara ekki til „alvarlegustu afbrota“ og er því ekki í takt við staðla um sanngjarna málsmeðferð,“ sagði Al-Nashif.

Hún gagnrýndi einnig að dauðadómar séu kveðnir upp yfir ólögráða börnum og ungmennum en það stríðið gegn alþjóðalögum. Hún sagði að frá því í ágúst á síðasta ári og fram í mars á þessu ári hafi að minnsta kosti tvær aftökur farið fram þar sem hinir dæmdu höfðu brotið af sér þegar þeir voru ólögráða. Rúmlega 85 ungmenni bíða aftöku í Íran sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?