fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Fimm menn dæmdir í ævilangt fangelsi í Danmörku fyrir tvö morð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 06:55

Félagar í Loyal to Familia sem eru skipulögð glæpasamtök sem hafa verið bönnuð í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm menn voru í gær dæmdir í ævilangt fangelsi af dómstóli í Holbæk í Danmörku. Mennirnir voru fundnir sekir um tvö morð í Kalundborg þann 17. nóvember 2020. Morðin tengdust átökum glæpagengja.

Tveimur af mönnunum var auk þess vísað úr landi fyrir fullt og allt að afplánun lokinni, það er að segja ef þeir verða einhvern tímann látnir lausir.

Sjötti maðurinn var sýknaður af ákæru saksóknara.

Fimmmenningarnir áfrýjuðu dómnum strax til Eystri Landsréttar.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ferðir hinna dæmdu fyrir morðið og notkun þeirra á dulkóðuðum farsímum sönnuðu að þeir hefðu verið að verki. Þeir sendu meðal annars skilaboð skömmu eftir morðin þar sem þeir lýstu þeim.

„Drápum þrjá, bróðir, við náðum fram hefndum,“ skrifaði einn þeirra meðal annars.

Mennirnir skutu þrjá menn við bíl í Kalundborg. Tveir þeirra létust en einn lifði af. Allir voru þeir skotnir í bringu og höfuð. Hinir látnu voru úr glæpagenginu Sydkystgruppen en morðingjarnir úr Loyal To Familia. Þessi tvö glæpagengi áttu í átökum á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?