fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Danmörk – Þrennt ákært fyrir fyrirhugað hryðjuverk – Ætluðu að sprengja sprengjur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 08:00

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn, 34 og 36 ára, og 31 árs kona hafa verið ákærð af dönskum saksóknurum fyrir tilraun til hryðjuverks. Fólkinu er gefið að sök að hafa orðið sér úti um mismunandi vopn og skotfæri auk efna og búnaðar til að búa til sprengjur. Sprengjurnar og vopnin átti að nota til að fremja hryðjuverk í Danmörku eða erlendis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ákæruvaldinu. Þar segir að fólkið hafi útvegað sér virk vopn og skotfæri. Það hafi einnig orðið sér úti um efni og búnað sem gerði þeim kleift að búa til sprengiefni sem átti að nota til að fremja hryðjuverk.

„Það er mat okkar að þessar áætlanir hafi farið út um þúfur því fólkið var handtekið af lögreglunni,“ hefur Ekstra Bladet eftir LiseLotte Nilas, ríkissaksóknara í Kaupmannahöfn.

Fólkið var handtekið af leyniþjónustu dönsku lögreglunnar í febrúar á síðasta ári og hefur það setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Fólkið er einnig ákært fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi með því að hafa sent peninga til aðila sem tengdist hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Konan er með danskan og erlendan ríkisborgararétt. Ákæruvaldið krefst þess að hún verði svipt danska ríkisborgararéttinum og vísað úr landi fyrir fullt og allt. Einnig er farið fram á að körlunum verði vísað úr landi fyrir fullt og allt.

Fólkið neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?