fbpx
Fimmtudagur 23.júní 2022
Pressan

Ben Stiller hitti Zelenskyy í Kyiv – „Þú ert hetjan mín“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 16:59

Ben Stiller og Zelenskyy hittust í gær. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Ben Stiller hefur verið í Austur-Evrópu síðustu daga til að vekja athygli á málefnum úkraínskra flóttamanna og hvetja til stuðnings við þá og aðra flóttamenn um allan heim. Hann fór til Kyiv, höfuðborgar Úkraínu, í gær og hitti þar meðal annars Volodymyr Zelenskyy, forseta.

Stiller og Zelenskyy tókust í hendur og Stiller sagði forsetann vera hetjuna sína: „Þetta er mér mikill heiður. Þú ert hetjan mín. Þú áttir ansi góðan leiklistarferil áður.“

Þessu svaraði forsetinn af hógværð og sagði: „Ekki eins glæstan og þú.“

Stiller hefur hitt marga í ferðinni. Mynd:Instagram

Stiller hrósaði honum síðan enn meira og sagði að það sem hann hefur gert, hvernig hann hafi þjappað úkraínsku þjóðinni saman og fylkt henni að baki sér, sé svo sannarlega aðdáunarvert.

Hann sagði að erfitt væri að átta sig á þeirri miklu eyðileggingu sem hefur orðið í stríðinu nema með því að sjá hana með eigin augum en hann fór meðal annars til Irpin í gær en borgin varð illa úti í árásum Rússa.

Stiller reynir að vekja athyglis heimsbyggðarinnar á málefnum flóttamanna. Mynd:Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm menn dæmdir í ævilangt fangelsi í Danmörku fyrir tvö morð

Fimm menn dæmdir í ævilangt fangelsi í Danmörku fyrir tvö morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Feluleikurinn endaði hörmulega

Feluleikurinn endaði hörmulega