fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. júní 2022 11:00

Steinninn hefur ekki yfirgefið Perseverance síðustu mánuði. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um fjórum mánuðum eignaðist Marsbíllinn Perseverance vin á Mars og hafa þeir verið óaðskiljanlegir síðan og hafa ferðast nokkurra kílómetra leið saman.

Vinurinn er steinn sem fann sér leið inn í hjólskál vinstra framhjóls Perseverance snemma í febrúar þegar bíllinn var á ferð um þessa nágrannaplánetu okkar.

CNN segir að á þeim rúmu fjórum mánuðum sem eru liðnir síðan steinninn tók sér far með Perseverance hafi þeir félagar ferðast um 8,5 km yfir illfært land.

Perseverance er nú að taka borsýni í Jezero gígnum en þar var áður vatn og á. Steinarnir þar mynduðust fyrir milljörðum ára þegar vatn var á svæðinu.

Steinninn hefur engin áhrif á ferð Perseverance og nú á aðeins eftir að koma í ljós hversu lengi hann mun halda áfram að ferðast með Perseverance.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?