fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

NASA myndar óháð teymi til að rannsaka fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA er að setja óháð teymi á laggirnar til að rannsaka óútskýrð mál tengd fljúgandi furðuhlutumUFO.

Stofnunin tilkynnti nýlega að hún ætli að setja óháða rannsóknarnefnd á laggirnar til að rannsaka mál tengd fljúgandi furðuhlutum, það er að segja mál sem ekki hefur tekist að finna neinar skýringar á.

Stofnunin segir að nefndin eigi að kanna hversu mikið af upplýsingum um mál af þessu tagi eru aðgengilegar og hvaða vitneskju þurfi að afla til að finna skýringar á þessum máli. Teymið mun einnig skoða hvernig er best að nota allar þessar upplýsingar í framtíðinni.

Thomas Zurbuchen, yfirmaður vísindamála hjá NASA, sagði stofnunina vita að með þessu muni hið hefðbundna vísindasamfélag telja NASA vera að taka skref niður á við með því að hella sér út í hið umdeilda efni sem fljúgandi furðuhlutir eru. En hann sagðist vera því ósammála, stofnunin sé ekki hrædd við að takast á við ný og umdeild verkefni. Hann sagði það staðfasta trú NASA að aðaláskorunin á þessu sviði sé að það skorti gögn.

Verkefnið hefst í haust og á að standa yfir í níu mánuði. Það verður algjörlega opið því ekki verður notast við leynileg gögn eða upplýsingar frá hernum.

The Guardian segir að David Spergel, forseti Simons Foundation sem vinnur að framgangi vísindarannsókna, muni stýra verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?