fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Ólýsanleg grimmd – Drekkti börnunum sínum þremur

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óímyndanlega grimmdarlegur glæpur átti sé stað í Illinois fyrr í vikunni. Lögreglan þar í landi segja að hinn 35 ára Jason Karels hafi drekkt þremur börnunum sínum á meðan aðskilin móðir þeirra var á leiðinni að sækja þau til að fara með þau til læknis. Þau deildu forræði yfir hinum 5 ára Bryant, þriggja ára Cassidy og tveggja ára Gideon, samkvæmt CBS News.

„Ef ég fæ ekki að hafa þau, færð þú það ekki heldur“

Debra Karels hringdi í lögregluna og bað hana um að athuga heimili fyrrverandi eiginmannsins síns í bænum Round Lake á mánudaginn. Lögreglan kom að börnunum látnm í svefnherberginu og Jason Karels förnum. Lögreglan segist einnig hafa fundið bréf sem á stóð: „Ef ég fæ ekki að hafa þau, færð þú það ekki heldur.“ Hann hefur verið ákærður fyrir þrjú morð.

Debra og Jason Karels áttu í forræðisdeilu og Jason fékk börnin yfir helgina þegar atvikið gerðist. Lögregla telur að hann hafi drekkt þeim, einu í einu, í baðkari. „Ég talaði við börnin kvöldið áður. Ég sagði: „Ég elska ykkur svo mikið. Ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur á morgun.“ Og næsta dag eru þau farin. Hann vissi að ekkert skipti mig meira máli en börnin. Hann tók þau frá mér því hann vissi að það myndi særa mig mest,““ sagði Debra Karels við ABC 7.

Hún sagði að Jason Karels glímdi við geðræn vandamál, meðal annars sjálfsvígshugsanir, en hann neitaði að leita sér aðstoðar. Eftir að Karels hafði verið fundinn, handtók lögreglan hann eftir hraðan og hættulegan bílaeltingaleik. Hann sagði lögreglu að hann hafi reynt að fyrirfara sér eftir að hafa myrt börnin sín en að það hafi ekki tekist, samkvæmt lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?