fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Squid Game verður að raunveruleikaþætti – 456 þátttakendur keppa um 590 milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 08:00

Squid Game verður að raunveruleikaþáttaseríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurkóreska þáttaröðin Squid Game sló svo sannarlega í gegn hjá Netflix og varð „stærsta sjónvarpsþáttaröð“ efnisveitunnar. Nú hefur verið ákveðið að búa til raunveruleikaþætti sem byggjast á sömu hugmynd og munu 456 manns keppa í þeim. Einn mun standa uppi sem sigurvegari en verðlaunin eru ekki af verri endanum eða sem svarar til um 590 milljóna íslenskra króna.

Í Squid Game er fylgst með 456 manns, sem allir glíma við mikil fjárhagsvandræði, sem leggja líf sitt að veði í banvænum útgáfum af þekktum barnaleikjum. Mörg atriði í þáttunum þykja ansi grimmdarleg en þau sýna örvæntingarfullt fólk berjast upp á líf og dauða til að standa uppi sem sigurvegari.

En það verður ekki gengið svo langt í raunveruleikaþáttunum, fólk sleppur lifandi frá þeim!

Þátttakendurnir munu taka þátt í fjölda leikja eins í þáttaröðinni en erfiðasta verkefni þeirra verður kannski að velja hvaða taktík þeir vilja beita, mynda bandalög með öðrum þátttakendum og láta reyna á þau á meðan þátttakendur falla úr leik einn af öðrum.

„Það er mikið að veði en í þessum leik en versta niðurstaðan er að fara tómhentur heim!“ segir í tilkynningu Netflix um þessa nýju raunveruleikaþætti. 10 þættir verða gerðir.

Aldrei fyrr hafa svo margir tekið þátt í raunveruleikaþætti og aldrei fyrr hafa verðlaunin verið svona há að sögn Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 6 dögum

Apabólan fær nýtt nafn

Apabólan fær nýtt nafn