fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 18:30

Maðurinn var að sögn mjög þreyttur á núðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverskur maður sótti um skilnað frá eiginkonu sinni af ástæðu sem flestum þykir eflaust ótrúleg. Ástæðan var að eiginkona bar ekkert annað á borð fyrir hann en skyndinúðlur frá Maggi!

The New Indian Express skýrir frá þessu og hefur eftir dómara í Ballari að málið hafi komið fyrir dóm þar. „Maðurinn sagði að eiginkona hans kynni ekki að elda neitt annað en Magginúðlur. Hann fékk núðlur í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Hann kvartaði yfir að eiginkonan hafi farið að versla og alltaf komið heim með skyndinúðlur,“ sagði dómarinn um málið sem hann nefnir „Maggimálið“.

Maðurinn fékk skilnað.

Dómarinn sagði einnig frá öðrum „öðruvísi“ skilnaðarmálum. Til dæmis hafi hann fengið umsókn um skilnað daginn eftir brúðkaupið. Eitt mál snerist um að litur brúðarkjólsins þótti ekki vera réttur og annað snerist um að eiginkonunni fannst eiginmaðurinn ekki bjóða henni nægilega oft út að borða.

Hann sagði að umsóknir um skilnað komi bæði frá fólki sem hafi gifst af ást og fólki sem hafi gifst einhverjum sem foreldrar þeirra völdu. Fleiri umsóknir komi frá fólki í þéttbýli en dreifbýli. Á landsbyggðinni grípi þorpshöfðingjarnir inn í og „lagfæri“ hjónaböndin. Þar njóti konurnar ekki sjálfstæðis og vegna þess hversu hræddar þær eru við að særa tilfinningar fjölskyldunnar og samfélagsins láti þær það yfir sig ganga að vera áfram í hjónabandi. Í þéttbýli séu konurnar menntaðar og fjárhagslega sjálfstæðar og standi á sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er