fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Hryllingurinn í Hollandi – Misþyrmdi börnunum sínum til að losa þau við „illa anda“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 15. júní 2022 22:01

Van Dorsten hélt börnum sínum föngnum árum saman og beitti þau margs konar ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollendingurinn Gerrit Jan van Dorsten hélt sex börnum sínum sem gíslum á afskekktum bóndabæ í rúman áratug og misþyrmdi þeim til að „losa þau við illa anda.“

Van Dorsten var sannfærður um að dómsdagur væri í nánd og læsti börnin í kjallaranum eftir að móðir þeirra lést.

Hann taldi að börnin sín væru „óhrein,“ barði þau og svipti þau mat í því skyni að hreinsa þau.

Þessi hryllingur var í gangi þar til elsti sonurinn slapp og gerði vart við sig á krá í næsta þorpi sem lögreglan skarst í leikinn og bjargaði börnunum.

Van Dorsten var handtekinn í október 2019, þá 67 ára gamall.

Fyrir dómi sagði elsti sonurinn, Jan Zon van Dorsten, að þau hafi ekki yfirgefið heimilið í fjölda ára og allan þennan tíma hafi þau beðið eftir dómsdegi.

Hér var börnunum haldið í kjallaranum. Mynd/Getty

Í dómsal varð ljóst að faðirinn skiptist á að læsa börnin inni í dýflissum í kjallaranum. Einn sonurinn var um tíma læstur inni í hundabúri eftir að hafa áður verið neyddur til að búa í hjólhýsi, fjarri hinum fjölskyldumeðlimunum.

Einn sonurinn var reglulega bundinn á bæði höndum og fótum.

Sky greinir frá því að Van Dorsten hélt dagbækur þar sem hann lýsti því hvernig börnin væru andsetin og hvað hann gerði til að reyna að losna við andana.

DailyStar greinir frá því að 61s árs austurrískur iðnaðarmaður, sem van Dorsten kallaði „lærisvein“, hafi verið handtekinn fyrir að taka þátt í að halda börnunum föngnum.

Þessi maður, sem vegna persónuverndarreglna í Hollandi var aðeins kallaður Joseph B í fjölmiðlum, kom reglulega með matvörur handa fjölskyldunni. Saksóknari sagði að án hans hjálpar hefði van Dorsten aldrei getað haldið börnunum föngnum í kjallaranum svona lengi.

Dómstóll í borginni Assen sýknaði Joseph B hins vegar af því að hafa haldið börnunum föngnum og misþyrma þeim.

Van Dorsten fékk síðan heilablóðfall og missti málið, var metinn of veikur til að hægt væri að rétta yfir honum.

Hann hafði áður verið ákærður fyrir að frelsissvipta börnin sín frá árinu 2007 til 2019, auk þess að beita tvö af eldri börnunum kynferðislegu ofbeldi. Hann réttlætti það með því að segja þeim að andi móður þeirra hafi farið inn í þau.

Yngstu börnin höfðu aldrei farið í skóla, voru ekki skráð hjá hollenskum yfirvöldum og höfðu verið einangruð svo lengi að þau töluðu ekki hollensku heldur höfðu búið til sitt eigið tungumál og var lögreglumönnum mjög brugðið þegar þeir komust að þessu.

Öll börnin eru nú yfir 18 ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er