fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Skrifaði bókina „Hvernig á að myrða eiginmanninn“ – Myrti síðan eiginmann sinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 22:00

Nancy Crampton Brophy. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nancy Crampton Brophy, 71 árs, var í lok maí fundin sek um að hafa myrt eiginmann sinn fyrir fjórum árum. Hann var 63 ára þegar hún skaut hann. Málið hefur vakið athygli fyrir þær sakir að Nancy skrifaði eitt sinn bók sem heitir „How To Murder Your Husband (Hvernig á að myrða eiginmanninn). Hún virðist síðan hafa gengið skrefinu lengra og ákveðið að myrða eiginmann sinn.

Í bókinni fjallar hún hvernig sé hægt að fremja morð án þess að upp komist. En það tókst henni nú ekki þegar hún myrti eiginmann sinn og nú hefur hún verið dæmd í ævilangt fangelsi og á fyrst möguleika á reynslulausn eftir 25 ár.

Sky News segir að fyrir dómi hafi saksóknari sagt að Nancy hafi skotið eiginmann sinn, Dan Brophy, til að fá líftryggingu hans greidda. Hann sagði að hjónin hafi glímt við fjárhagserfiðleika á þessum tíma og að Nancy hafi kynnt sér hvernig hún gæti orðið sér úti um óskráð skotvopn og síðan keypt Glock 17 skammbyssu á byssusýningu.

Verjandi Nancy hélt því fram að málflutningur saksóknarans byggðist eingöngu á getgátum vegna fjárhagserfiðleika hjónanna. Hann leiddi vitni fyrir dóm sem sögðu frá ástríku og sterku hjónabandi þeirra.

Nancy sagði að þau hjónin hefðu keypt sér líftryggingu sem hluta af áætlun þeirra um að fara á eftirlaun og hafi ætlað að greiða niður skuldir sína. Hún sagðist hafa kynnt sér hvernig væri hægt að verða sér úti um óskráð skotvopn vegna bókar sem hún hafi ætlað að skrifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 6 dögum

Apabólan fær nýtt nafn

Apabólan fær nýtt nafn