fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Segja að kaþólskir prestar í Münster í Þýskalandi hafi beitt rúmlega 600 börn kynferðislegu ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 20:00

Kaþólskir prestar við messu. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 610 börn voru beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum kaþólsku kirkjunnar í borginni Münster í vesturhluta Þýskalands frá 1945 til 2009. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem var birt í gær.

Það voru vísindamenn við háskólann í borginni sem gerðu rannsóknina að sögn CNN. Þeir komust að því að tæplega 200 prestar hafi framið um 6.000 kynferðisbrot á fyrrgreindu tímabili. Rannsakendurnir telja hins vegar að fjöldi fórnarlambanna sé miklu meiri og þau geti verið allt að 5.000 til 6.000.

Þetta kom fram á fréttamannafundi í gær.

Felix Glenn, biskup í borginni, fékk niðurstöðurnar í hendur í gær og sagðist ætla að senda yfirlýsingu frá sér á föstudaginn. Hann tók við embætti biskups í borginni 2008.

Natalie Powroznik, sagnfræðingur sem vann að rannsókninni, sagði að prestarnir hafi að meðaltali brotið tvisvar sinnum gegn börnum í viku hverri en sagðist telja að þessi tala geti verið mun hærri. Hún sagði að þrír fjórðu hlutar fórnarlambanna hafi verið drengir á aldrinum 10 til 14 ára.

Fórnarlömbin gegndu öll einhverjum hlutverkum innan hennar, til dæmis altarisdrengir eða tóku þátt í sumarstarfi hennar.

Skýrsluhöfundar segja að biskupar borgarinnar hafi vitað af níðingsverkunum áratugum saman en hafi ekkert aðhafst og því hafi prestarnir getað haldið níðingsverkunum áfram. Um 50 af þessum prestum eru enn á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 6 dögum

Apabólan fær nýtt nafn

Apabólan fær nýtt nafn