fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Enn finnast líkamsleifar í Lake Mead

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 20:30

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn fannst beinagreind á bökkum Lake Mead sem er nærri Las Vegas í Bandaríkjunum. Fyrir um viku fannst lík í tunnu á bökkum vatnsins og hafði viðkomandi verið skotinn fyrir einhverjum áratugum síðan. Vegna mikilla þurrka hefur yfirborð vatnsins farið lækkandi og því kemur eitt og annað í ljós sem hefur verið kastað í það fram að þessu.

DV skýrði frá því í síðustu viku að tunna með líki í hefði fundist í vatninu. Þá var haft eftir talsmanni lögreglunnar að hann ætti von á að fleiri lík myndu finnast. Hann hafði greinilega rétt fyrir sér.

Óvænt áhrif þurrka – Fundu lík í tunnu í vatnsbólinu

Sky News segir að lögreglan rannsaki nú hvort mafían tengist þessum málum.

Í tilkynningu frá yfirvöldum segir að tilkynnt hafi verið að líkamsleifar hafi fundist í Callville Bay um klukkan 14 á laugardaginn. Í kjölfarið voru löggæslumenn sendir á vettvang ásamt réttarmeinafræðingi.

Tveir lögreglumenn á eftirlaunum, sem störfuðu hjá lögreglunni í Las Vegas, hafa heitið 5.000 dollurum í verðlaun fyrir hvert lík sem kafarar finna í vatninu. Þeir segjast þess fullvissir að fleiri lík séu í vatninu og nú sé tækifæri til að finna þau vegna þess hversu lágt vatnsyfirborðið sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum