fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

Sumarhús í dýrari kantinum – 290 milljónir fyrir 10 fermetra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. maí 2022 13:00

Húsið góða. Mynd:Gravelstone.dk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rætt um lítið framboð á fasteignum þessa dagana og hátt fasteignaverð. En 290 milljónir fyrir 10 fermetra sumarhús hlýtur nú að teljast ótrúlegt og slá flest met hvað varðar fermetraverð.

Húsið er þó ekki hér á landi því það er á vestanverðu Jótlandi í Danmörku. Það er nú til sölu en kaupandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af að þurfa að þrífa marga fermetra eða njóta ýmissa nútímaþæginda í húsinu.

Á vef Boliga.dk kemur fram að húsið sé 10 fermetrar og því fylgi jafn stór skúr. En verðmiðinn liggur í staðsetningunni. Húsið er í miðjum skógi og fylgja 60 hektarar lands því eða sem svarar til 120 knattspyrnuvalla.

Fyrir áhugasama má geta þess að húsið er í Fiskbæk Plantage á milli Herning og Ringkøbing.

Fyrir þá sem eiga ekki tæpar 200 milljónir til sumarhúsakaupa þá má nefna að á Norður-Jótlandi, skammt frá hinu sögufræga Svinkløv baðhóteli, er 198 fermetra sumarhús, með sjö herbergjum, til sölu. Með því fylgir 35,8 hektara jörð. Verðið er aðeins sem svarar til um 120 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn