fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Rússneskur raunveruleikaþáttur hneykslar fólk – Finnið hommann og losið ykkur við hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. maí 2022 06:02

Vitaly Milonov tekur þátt í athöfn á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í húsi einu búa átta karlmenn. Einn þeirra er hommi og það er bara hann sem veit það. Í lok hvers þáttar eiga þátttakendurnir að giska á hver þeirra er hommi. Ef þeir hafa rétt fyrir sér er hommanum sparkað úr þættinum og hinir sjö deila með sér tveimur milljónum rúbla. Ef þeir hafa rangt fyrir sér sigrar homminn.

Þetta er innihald rússnesks raunveruleikaþáttar sem heitir „Ég er ekki hommi“.

Þátturinn hefur hneykslað marga utan Rússlands og ekki þykir bæta úr skák að þáttastjórnandinn er Vitaly Milonov en hann er þingmaður úr flokki Vladímír Pútíns forseta.

Milonov er þekktur andstæðingur samkynhneigðra og hefur staðið á bak við lagasetningar sem beinast gegn samkynhneigðum. The Times skýrir frá þessu.

„Að finna homma í landinu okkar er eins og að finna opinn McDonalds. Þeir eru til en eru mjög fáir og fáir vita um þá,“ segir hann í upphafi þáttarins.

Síðar í þættinum hittir hann þátttakendurna og kemur með ákveðna hvatningu til þeirra: „Ég vona að þið finnið hommann fljótt,“ segir hann og strýkur um leið fingri þvert yfir háls sinn.

Vice segir að kannanir hafi sýnt að 20% Rússa telji að útiloka eigi hommar og lesbíur úr samfélaginu.

Samtök hinsegin fólks utan Rússlands hafa gagnrýnt þættina en það virðist ekki hafa áhrif á rússneska áhorfendur því þættirnir njóta að sögn töluverðra vinsælda þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa