fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

Donald Trump Jr. sagður hafa grátbeðið um hjálp þegar ráðist var á bandaríska þinghúsið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. maí 2022 20:00

Donald Trump Jr. og faðir hans í bakgrunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem vinnur að rannsókn á árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar á síðasta ári, hefur rætt við Donald Trump Jr., elsta son Donald Trump fyrrum forseta, og birt sms sem hann sendi þennan örlagaríka dag.

AP hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum. Segja þeir að nefndin hafi rætt við Trump Jr. á þriðjudaginn. Hann er talinn mikilvægur við rannsókn á atburðarásinni því hann var með föður sínum þennan dag.

Hann hélt sig baksviðs þegar faðir hans hvatti stuðningsfólk sitt til dáða áður en það þrammaði að þinghúsinu og réðst inn í það.

Rannsóknarnefndin hefur birt sms frá þessum degi þar sem Trump Jr. grátbiður Mark Meadows, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um aðstoð til að fá Trump eldri til að fordæma atburðina. „Við þurfum ræðu frá forsetaskrifstofunni. Hann verður að vera við stjórnvölinn núna. Þetta hefur gengið of langt og er orðið stjórnlaust,“ skrifaði Trump Jr.

Hann er meðal þeirra tæplega 1.000 vitna sem rannsóknarnefndin hefur rætt við í viðleitni sinni við að kortleggja atburðarásina.

Ivanka Trump, dóttir Donald Trump, ræddi við nefndina í tæplega átta klukkustundir í apríl.

Í nefndinni eru sjö Demókratar og tveir Repúblikanar. AP segir að nú styttist í að rannsókn hennar ljúki en hún hefur staðið yfir í 11 mánuði.

Þann 9. júní hefjast opinberar vitnaleiðslur fyrir nefndinni en reiknað er með að margir verði kvaddir til að bera vitni þá og síðan muni nefndin birta niðurstöður sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn