fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

Úkraínskt myndband slær í gegn– Fær fyrsta dansinn eftir fótamissi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 06:57

Nýgiftu hjónin taka fyrsta dansinn. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandið, sem er hægt að horfa á hér fyrir neðan, hefur farið sigurför um netheima síðustu klukkustundir. Það er svo sannarlega hjartnæmt því í því sést úkraínski hjúkrunarfræðingurinn Oksana Balandina fá fyrsta dansinn, brúðkaupsdansinn, með eiginmanni sínum, Viktor Vasyliv, eftir að hún missti báða fætur í stríðinu í Úkraínu.

Oksana birti upptökuna á samfélagsmiðlum en hún dvelur nú á sjúkrahúsi í Lviv að sögn The Guardian.

Á upptökunni sést Viktor lyfta henni upp og halda á henni á meðan hann dansar með hana á milli sjúkrarúma.

Hvorugt þeirra átti von á að geta gert þetta eftir að Oksana steig á jarðsprengju í lok mars. Þá voru hún og Viktor á leið heim til sín í bæinn Lysytsjansk í austurhluta Luhansk.

„Ég náði bara að öskra á hann: „Elskan, gættu þín!“ sagði Oskana í samtali við Reuters í gær um þetta örlagaríka augnablik.

„Hann horfði á mig þegar sprengjan sprakk. Ég datt niður og lá með höfuðið á jörðinni. Það var gríðarlegur hávaði í höfði mér. Síðan sneri ég mér við og fór að rífa fötin utan af mér,“ sagði hún.

Viktor var fyrir aftan hana þegar sprengjan sprakk og slapp hann ómeiddur.

„Þegar þetta gerðist missti ég alla von. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hún hreyfðist ekki. Ef ekki væri fyrir Oksana þá veit ég ekki hvað hefði getað gerst. Hún er svo sterk. Það leið ekki einu sinni yfir hana. Það var Oksana sem ákvað hvað við skyldum gera,“ sagði hann einnig.

Nýgiftu hjónin taka fyrsta dansinn. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

 

Hin nýgifta Oksana hefur fengið meðferð á ýmsum sjúkrahúsum í Úkraínu síðan þetta gerðist. Fljótlega var ljóst að hún myndi missa báða fætur og fjóra fingur á vinstri höndinni.

Hún segist hafa hrapað langt niður andlega og hafi átt mjög erfitt: „Ég vildi ekki lifa. Ég vildi ekki lifa svona. Ég á tvö börn. Ég vildi ekki að þau sæju mig svona. Ég vildi ekki vera byrði fyrir fjölskyldu mína. En þökk sé þeim stuðningi sem ég hef fengið, þá hef ég sætt mig við þetta. Ég neyðist til að halda áfram að lifa. Þetta er ekki heimsendir. Ef guð lét mig lifa, þá eru það örlög mín.“

Sjö ára sonur hennar og fimm ára dóttir eru hjá afa sínum og ömmu á öruggum stað í Úkraínu.

Oksana á sér nú þann draum heitastan að komast til Þýskalands með Viktori og börnunum til að fá gervifætur og halda áfram í endurhæfingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn