fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þess vegna áttu ekki að vera með farsímann í leðurhulstri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. maí 2022 07:30

Leðurhulstur eru ekki góð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú með leðurhulstur fyrir farsímann þinn? Þá ættirðu kannski að íhuga að fá þér hulstur úr einhverju öðru efni.

Margir fá sér hulstur utan um farsímann sinn til að vernda hann fyrir tjóni. En leðurhulstur er ekki eitthvað sem er gott að fá sér utan um símann. Ástæðan er að rannsókn hefur leitt í ljós að það eru tvöfalt fleiri bakteríur á farsíma í leðurhulstri en símum í hulstrum úr öðrum efnum.

Það var hreinlætisfyrirtækið Intial sem rannsakaði farsíma og gerði svokallað ATP-próf á þeim. Var magn örvera á yfirborði þeirra mælt og sýndi rannsóknin að almennt séð gleymum við að þrífa farsímana okkar.

Að meðaltali voru farsímarnir 6,5 sinnum skítugri en meðalklósettseta. En magn baktería var áberandi meira á farsímum í leðurhulstri. Að meðaltali voru tvöfalt fleiri bakteríur á þeim en öðrum farsímum.

Ástæðan fyrir þessari hrifningu baktería á leðurhulstrum er að þær þrífast betur á lífrænum efnum en gerviefnum. Þær þrífast raunar svo vel að á skítugasta símanum, hvað varðar magn baktería, fundust 35 sinnum fleiri bakteríur en á klósettsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“