fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Ótrúleg uppgötvun í risastórri holu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. maí 2022 20:30

Svona lítur þetta út séð ofan frá. Mynd:Courtesy of Guangxi speleology research team 702

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn gerðu nýlega ótrúlega uppgötvun í risastórri holu í suðurhluta Kína. 192 metra undir yfirborði jarðar fundu þeir algjörlega ósnertan skóg. Hann er ævaforn og sum trén þar eru allt að 40 metrar á hæð.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að ekki sé útilokað að í holunni séu áður óþekktar plöntu- og dýrategundir.

Það voru vísindamenn sem fundu skóginn þegar þeir voru að rannsaka risastóra holu í Guangxi. Holan er 306 metrar á lengd, 150 metrar á breidd og það eru 192 metrar frá yfirborðinu niður á botninn.

Chen Lixin, sem er verkfræðingur við Karst Geology, sagði í samtali við kínverska ríkisfjölmiðla að eftir margra klukkustunda vinnu hafi þéttur skógur mætt vísindamönnunum á botni holunnar. Hann hafi náð þeim í axlarhæð.

Hann sagði að það muni ekki koma honum á óvart ef áður óþekktar plöntu- eða dýrategundir séu í holum af þessu tagi.

Það er í sjálfu sér ekki óþekkt að gróður vaxi í holum af þessu tagi.

Vísindamenn segja að í þessum tilfelli sé þó um mjög sjaldgæfa uppgötvun að ræða því holan er mjög djúp og trén hafi náð mikilli hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“