fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Milljónum yfirsést óhugnanlegt atriði – Sérð þú það? – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 06:09

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fyrstu sýn virðist þetta vera rómantísk saga. Evan leiðist í skólanum og byrjar að skrifa stutt skilaboð til stúlku sem hann hefur ekki hitt. Hún svarar og áður en varir eru þau farin að senda hvort öðru smá kveðju daglega.

En myndbandið er allt annað en rómantískt. Það var gert að undirlagi foreldrar sem misstu börnin sín í skotárásum í bandarískum skólum.  Meðal þeirra eru foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut í desember 2012 en þá voru 20 börn á aldrinum 6-7 ára skotin til bana. Milljónir manna hafa horft á myndbandið sem sýnir hversu „auðvelt“ það er að yfirsjást hvernig unglingur breytist í brjálaðan einstakling sem fer vopnaður í skóla og skýtur nemendur og starfsfólk.

Myndbandið hefur skotið upp kollinum á nýjan leik í kjölfar fjöldamorðsins í Uvalde í Texas á þriðjudaginn þar sem 19 börn og tveir fullorðnir voru skotnir til bana.

Ef þú horfir á myndbandið og fylgist vel með þá sérðu að í bakgrunninum á önnur og óhugnanleg saga sér stað. Einn af vinum Evans er að undirbúa sig undir að gera skotárás í skólanum.

CNN hefur eftir Nicole Hockley, framkvæmdastjóra Sandy Hook Promise, sem eru samtök sem stóðu að gerð myndbandsins, að ætlunin hafi verið að sýna hvernig sé hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ef fólk tekur eftir merkjunum. Vekja athygli fólks á að það séu ákveðin merki sem geta bent til þess að verið sé að undirbúa ofbeldisverk. Nicole missti son sinn, Dylan, í árásinn í Sandy Hook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“