fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Fundu 200 lík í kjallaranum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 19:00

Mariupol er nú í höndum Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkamenn sem grófu á dögunum í rústum íbúðablokkar í Mariupol hafa fundið 200 lík í kjallaranum. Frá þessu sögðu úkraínsk yfirvöld í gær á meðan meiri hryllingur kemur í ljós í rústum borgar sem hefur þurft að þola hvað mest síðustu 3 mánuðina af stríði.

„Líkin voru að rotna og nálykt lá yfir öllu hverfinu,“ sagði Petro Andryushchenko, ráðgjafi borgarstjóra Mariupol. Fjöldi fórnarlambanna gerir þetta að einni banvænustu árás hingað til í stríðinu.

Hart er barist í Donbas þessa stundina og herlið Moskvu beitir öllu sem það getur til að ná völdum yfir því, þar sem Donbas er hjarta úkraínsks iðnaðar.

21 þúsund manns létu lífið

„Rússarnir keyra fram í allar áttir í einu. Þeir bera með sér fáránlegt magn hermanna og hergagna. Innrásarliðið er að drepa borgirnar okkar, rústa öllu í kring,“ sagði Serhii Haidai héraðsstjóri Dónetsk-óblasts. Hann bætti við að Luhansk væri að verða „eins og Mariupol.“

Mariupol varð fyrir linnulausum árásum stórskotaliðs í þriggja mánaða umsátri sem lauk í síðustu viku. Um 2.500 úkraínskir hermenn héldu lengst út í yfirgefinni stálverksmiðju en þeir gáfu loks upp vopn á dögunum. Rússar höfðu þá völd yfir restinni af borginni, eða því sem eftir stóð af henni.

Í borginni búa enn um 100 þúsund manns, en um 450 þúsund bjuggu þar fyrir stríð. Þeir sem eru enn festust í umsátrinu og lifðu þrjá mánuði í því sem líktist einhverju beint úr hryllingsmynd, með lítið um mat, vatn, hita eða rafmagn.

Að minnsta kosti 21 þúsund manns létu lífið í umsátrinu samkvæmt úkraínskum yfirvöldum. Þau saka Rússa einnig um að reyna að hylja yfir hryllinginn með færanlegri líkbrennslustöð og með því að grafa myrta borgara í fjöldagröfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“