fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Stór loftsteinn á leið nálægt jörðinni – „Mögulega hættulegur“ segir NASA

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 16:00

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinn sjöfalt breiðari en Hallgrímskirkja er há nálgast jörðina óðfluga. Ef hann lenti hér yrði mikil eyðilegging.

Þó að ekki sé búist við því að hann lendi á jörðinni, fylgjast stjörnufræðingar og geimstofnanir náið með honum vegna stærðar hans og hve tæpt hann fer hjá jörðinni. Þessi hnullungur fer undir nafninu 1989 JA eða 7335 og búist er við að hann fljúgi hjá jörðinni með bili sem jafnar tíföldu bilinu á milli jarðarinnar og tunglsins, samkvæmt Center for Near Earth Object Studies (CNEOS).

Það er um 4 milljón kílómetrar sem er meira en nóg til að róa fólk sem fer að ímynda sér atriði úr myndum eins og Deep Impact eða Armageddon. 

„Mögulega hættulegur.“

Hins vegar viðurkennir NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna að þar sem 1989 JA er svo gríðarlega stór, geti þeir ekki hunsað hann. Hann er því skilgreindur á loftsteinahættuskala NASA sem „mögulega hættulegur.“ Ef sporbaugur hans breytist eða ef um misreikning sé að ræða gæti hann orðið banvænn.

Þegar 1989 JA þeytist framhjá jörðinni seinna í vikunni mun hann fara á slíkum ógnarhraða að hæfustu skyttum villta vestursins myndi blöskra. Hann mun þjóta hjá á um 50 þúsund kílómetrum á klukkustund. 

„Til að setja það í samhengi er það um 17 sinnum hraðar en byssukúla eftir að henni hefur verið hleypt af. Á þessum hraða gæti loftsteinninn farið hringinn í kringum jörðina á 45 mínútum,“ segir Franck Marchis, aðalvísindaráðgjafi stjörnukíkjaframleiðandans Unistellar og höfuðstjörnufræðingur SETI stofnunarinnar, þegar hann talaði við USA Today.

Ef allt fer á versta veg og mannkynið horfir upp á drápsstirni á beinni leið til jarðar er ekki öll von úti. Í nóvember skaut NASA geimflaug í sporbaug sem ber nafnið DART með það hlutverk að sprengja loftsteinana Dídýmos og Dímorfos sem eru báðir töluvert smærri en sá er um ræður.

DART getur einnig beitt aðdráttaraflinu til að bægja þeim hlutum sem klofnuðu frá loftsteinunum frá farbraut sinni ef hætta er til staðar. Von er um að slík tækni gæti verndað jarðarbúa frá loftsteinaváinni, allavega í náinni framtíð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“