fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Apabóla dreifir sér í Bretlandi – Mæla með þriggja vikna einangrun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 07:40

Apabóla veldur meðal annars sárum á borð við þessi. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk heilbrigðisyfirvöld munu kynna nýjar tölur um fjölda þeirra sem eru smitaðir af apabólu í dag. Veiran breiðist nú út í landinu og ný smit eru staðfest daglega.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að á föstudaginn hafi heildarsmitfjöldin í landinu verið kominn í 20 en búist sé við „umtalsverðri“ aukningu í þessari viku.

Dr Susan Hopkins, aðalráðgjafi hjá UK Health Security Agency (UKHSA) sagði í Sunday Morning programme hjá BBC í gær að nú greinist smit daglega. Hún sagði ekki vitað hvaðan veiran hafi borist til landsins eða hvernig hún barst til Evrópu. „Það eru engin augljós tengsl í okkar smitum hér í Bretlandi við einstakan atburð,“ sagði hún.

Samkvæmt nýjum leiðbeiningum frá UKHSA er mælt með því að fólk sem hefur verið í beinni snertingu við smitaðan einstakling fari í einangrun í 21 dag og forðist samskipti við barnshafandi konur, börn yngri en 12 ára og fólk með veikburða ónæmiskerfi. Í þessu felst að sá smitaði á ekki að umgangast fólk sem hann býr með eða stunda kynlíf. Þeir sem skipta á rúmum smitaðra eiga að nota tilheyrandi hlífðarbúnað og þeim á að bjóða bóluefni gegn veirunni.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði um helgina að faraldurinn sé „áhyggjuefni“ en smit hafa greinst í fjölda ríkja á síðustu dögum.

Veiran, sem uppgötvaðist fyrst í öpum, smitast við náin samskipti fólks, þar á meðal kynmök. Hún veldur hita, útbrotum, kuldahrolli og þreytu hjá flestum. Í verstu tilfellum fá sjúklingar útbrot í andliti og á höndum og víðar um líkamann.

Hopkins sagði að veikindin séu „frekar mild“ hjá fullorðnum en börn séu í hættu á að verða meira veik. Hún sagði að almenningi stafi mjög lítil hætta af veirunni eins og staðan er núna en fólk verið að vera á varðbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar