fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Fólk með litla menntun á frekar á hættu að fá krabbamein

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 11:00

Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem er með litla menntun að baki er í meiri hættu á að fá krabbamein en þeir sem eru langskólagengnir. En ekki nóg með það því möguleikar langskólagenginna á að lifa krabbamein af eru mun meiri en möguleikar þeirra sem hafa stutta skólagöngu að baki.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Kræftens Bekæmpelse, dönsku krabbameinssamtökunum, þar sem sjónunum er beint að áhrifum félagslegs mismunar á krabbamein.

Jesper Fisker, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að þetta sé „mikill og mjög ósanngjarn“ munur sem eigi ekki að þekkjast í velferðarsamfélagi. Hann sagði að ef maður ímyndi sér að allir krabbameinssjúklingar komist jafn vel í gegnum veikindin og þeir sem eru langskólagengnir þá myndu þriðjungi fleiri krabbameinssjúklingar, með stutta eða miðlungslanga skólagöngu að baki, vera á lífi fimm árum eftir að þeir greinast með krabbamein.

Í skýrslunni kemur fram að líkurnar á að vera á lífi fimm árum eftir greiningu séu 77% hjá þeim sem eru langskólagengnir.  Hjá fólki með miðlungslanga skólagöngu að baki, til dæmis starfsnám, eru líkurnar 68% og hjá fólki með stutta skólagöngu að baki eru líkurnar 61%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“