fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 22:00

Þarf hann að fara oftar í sturtu? Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kanadísk kona skýrði nýlega frá ansi vandræðalegu atviki. Slæm ákvörðun í sturtu varð til þess að foreldrar hennar skildu.

Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, skýrði frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit.

Þar segist hún hafa alist upp á mjög kristnu heimili. Hún flutti að heiman þegar hún komst á fullorðinsár. Eitt sinn þegar hún kom í heimsókn til foreldra sinna var henni boðið í samkvæmi. Hún vissi að meðal gestanna yrði maður sem henni leist vel á.

Hún vildi því líta sérstaklega vel út þetta kvöld í þeirri von að fá hann til að stunda næturskemmtun með henni. Hún segir að þvert á það sem foreldrar hennar töldu þá hafi hún verið byrjuð að stunda kynlíf á þessum tíma, eitthvað sem samræmist trúarskoðunum þeirra illa.

Áður en hún fór í samkvæmið ákvað hún að fara í bað og raka sig. Þar sem hún hafði gleymt rakvélinni sinni heima hjá sér ákvað hún að nota rakvél föður síns. Það reyndist vera frekar slæm ákvörðun.

„Ég tók rakvél föður míns. Ég var með útbrot og það blæddi aðeins því ég skar mig. Ég fór í samkvæmið, við vorum ekki saman og ekkert villt gerðist,“ sagði hún.

Nokkrum mánuðum síðar hringdi móðir hennar grátandi í hana og sagði að hún væri flutt frá föður hennar því hann hefði haldið framhjá henni.

Konan hringdi strax í föður sinn á Skype og sá strax, sér til hryllings, útbrotin á öllu andliti hans. Þá áttaði hún sig á að hann hafði smitast af herpes af rakvélinni sinni sem hún hafði notað þegar hún var hjá þeim fyrrgreint skipti.

Hún varð því að játa hvað hún hafði gert og tókst að sannfæra móður sína um að ekki hefði verið um framhjáhald að ræða.

„Ég svaf ekki hjá pabba mínum! Ég smitaði hann af herpes með því nota rakvélina hans,“ sagði hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?